Ratleikur í dönsku

  • Fréttir
  • 19. maí 2014

Ratleikur á dönsku var settur upp á skólalóðinni fyrir nemendur í 8. bekk. Hópnum var skipt upp eftir litum og unnu nemendur saman að því að leysa verkefnin á dönsku. Segja má að gleðin skíni úr andlitum nemenda í svona kennslustundum. Valdís Kristinsdóttir dönskukennari bryddar upp á mörgu skemmtilegu til að hvetja nemendur áfram í náminu.

Það er til góðs í skólanum okkar að mikill stöðugleiki hefur verið í dönskukennslu. Danskan á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og er samofin sögu okkar og menningu á margvíslegan hátt. Dönskukennslan færir okkur án efa nær öðrum norrænum þjóðum og eykur skilning og samhug.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir