Frćđslunefnd nr. 24

  • Frćđslunefnd
  • 30. apríl 2014

24. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 26. febrúar 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Dagbjartur Willardsson formaður, Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, Stefanía Stefánsdóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Þórunn Svava Róbertsdóttir kjörnir fulltrúar, Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Albína Unndórsdóttir leikskólastjóri og Viktoría Róbertsdóttir, áheyrnarfulltrúi kennara og Jenný Rut Guðjónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.


Dagskrá:

1. 1403001 - LOGOS-lestrargreining
Bjarnfríður Jónsdóttir, sérkennslufulltrúi skólaskrifstofu situr fundinn undir þessum lið. Bjarnfríður kynnir LOGOS, greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika hjá nemendum í Grunnskóla Grindavíkur. Fram kemur að nemendur í 3., 6. og 9. bekk eru skimaðir og á líðandi skólaári eru nemendur í 6. bekk  fyrsti árgangurinn sem skimaður eru öðru sinni, þ.e. fóru einnig í skimun í 3. bekk.

2. 1403002 - Kynning umsókna í Sprota- og Vonarsjóð
Greint er frá þeim umsóknum sem skólaskrifstofa, leik- og grunnskóli hafa sent í Sprota- og vonarsjóð vegna skólaársins 2014 - 2015. Umsóknarfrestur rennur út hinn 28. febrúar nk.

3. 1403003 - Tilkynning um námsmat í grunnskóum
Upplýst að gildistöku nýs námsmats samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er frestað til vors 2016. Jafnframt að ráðuneyti muni á næstunni skipa vinnuhóp um námsmat sem m.a. mun fjalla um útfærslu á námsmati í lykilhæfni og nýjan mælikvarða við lok grunnskóla. Stefnt er að því að niðurstöður vinnuhópsins liggi fyrir áður en vormisseri lýkur. Í kjölfarið verður grunnskólum sendar nánari leiðbeiningar um framkvæmd námsmats.

4. 1403004 - Talnalykill - Stærðfræðiskimun
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnir þá nýbreytni af hálfu skólaskrifstofu að leggja fyrir skimunartækið Talnalykil í stærðfræði. Markmið tækisins er m.a. að gefa kost á samanburði við aðra nemendur sem og á kunnáttusviðum fyrir einstaka nemendur, að gefa kost á greiningu á þeirri færni sem einstaka nemendur hafa eða skortir, auk þess að leita að slökum nemendur. Prófið er lagt fyrir nemendur 3. bekkjar í nóvember ár hvert.

5. 1403005 - Niðurstöður PISA 2012
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnir niðurstöður PISA-könnunar árið 2012 sem nemendur í 10. bekk þreyta á 3. ára fresti. Könnunin tekur til lesskilnings, stærðfræðilæsis og náttúrufræðilæsis nemenda og gefa niðurstöður mynd af stöðu nemenda í Grunnskóla Grindavíkur í samanburði við aðra landshluta og landsmeðaltal. Þá eru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar nemenda til stærðfræðináms sem og skólabrags og bekkjaranda.

6. 1403006 - Skólapúlsinn skólaárið 2013 - 2014
Kynntar eru niðurstöður uppsafnaðra viðhorfskannana nemenda í skólapúlsinum sem er hluti af ytra mati sveitarfélagsins. Niðurstöður vegna þriggja kannana af fimm hafa safnast í Skólapúlsinn.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!