Hugmyndasmiđja Miđbć - hafnarsvćđi

  • Fréttir
  • 29. apríl 2014

Hugmyndasmiðja vegna upphafs skipulagsvinnu fyrir nýtt deiliskipulag Miðbæ - hafnarsvæði var haldin þann 29. mars í Kvikunni. Þátttaka var ágæt en 24 mættu og var þeim skipt niður á fjögur borð þar sem að þeim var gefið það verkefni að svara fjórum spurningum. Tilgangur hugmyndasmiðjunnar var að fá fram sýn bæjarbúa á hafnarsvæðinu eins og það er í dag og eins og þeir vilja sjá það í framtíðinni.  

EFLA verkfræðistofa sá um að stjórna hugmyndasmiðjunni og úrvinnslu eftir á. Niðurstaða hugmyndasmiðjunnar var svo sett saman í skýrslu af EFLU sem mun nýtast við vinnslu skipulagsins. Skýslan hefur verið kynnt í Umhverfis- og skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar og er nú gerð aðgengilega fyrir almenning á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Skýrsluna má finna hér að neðan.

Grindavíkurbær og EFLA verkfræðistofa vill þakka þátttakendum fyrir komuna og fyrir uppbyggilegar og góðar umræður.

 Skýrsla frá hugmyndasmiðju


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir