Mörtuganga í skólanum

  • Fréttir
  • 28. apríl 2014

Árleg Mörtuganga verður farin í skólanum á morgun þriðjudaginn 29. apríl. Allir nemendur skólans fara í gönguferð þennan dag til minningar um Mörtu Guðmundu Guðmundsdóttur kennara en hún var fædd þann 29. apríl.

Marta var Grindvíkingur, dóttir Guðmundar Finnssonar og Höllu Ágústsdóttur. Hún lét eftir sig eina dóttur, Andreu Björt Ólafsdóttur. Marta hafði kennt við skólann í nokkur ár er hún greindist með krabbamein og lést hún í nóvember árið 2007. Hún var íþróttakona og mikill göngugarpur og fór meðal annars í ofurgöngu yfir Grænlandsjökul eftir að hún greindist veik af krabbameini. Minningu Mörtu viljum við halda á lofti og er þessi árlega gönguferð skólans hluti af því.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir