Rétturinn til að lesa rafbækur – ákall EBLIDA
Uppfærið höfundarréttarlögin svo bókasöfn geti lánað út rafbækur til notenda sinna.
EBLIDA er regnhlífasamtök félaga bókasafns- og upplýsingafræðinga sem og skjalastjóra í Evrópu. www.eblida.org
Einmitt þegar tækniþróunin gefur kost á því að auka verulega aðgengi að þekkingu, þá er bókasöfnum torveldað að kaupa og lána rafbækur. Það er dregið úr getu þeirra til að veita frjálsan aðgang að þekkingu til um 100 milljón notenda í Evrópu. Þessi staða vekur upp mikilvægar spurningar um lýðræði, menntun og rannsóknir – ef hugsað er um þátttöku alls almennings í þekkingarsamfélaginu.
Þessvegna hafa 65 þúsund bókasöfn og notendur þeirra – 100 milljónir lagt af stað í þá vegferð að fá ESB til að uppfæra höfundarréttarlög þar sem skýrt kemur fram að bókasöfnin geti uppfyllt hlutverk sitt áfram á 21. öldinni sem er að veita öllum Evrópubúum aðgengi að þekkingu á bókasöfnunum bæði á staðnum og gegnum netið.
Það sem við viljum er:
• að geta veitt notendum bókasafnanna aðgengi að nýjustu rafbókunum eins og við gerum með
prentaðar bækur,
• að geta keypt rafbækur á eðlilegu verði og með réttlátum skilmálum,
• að allir íbúar – ekki bara þeir sem hafa efni á því – fái ávinning af frjálsu aðgengi að rafbókum á
bókasöfnum,
• að höfundar/rétthafar fái réttláta þóknun fyrir útlán rafbóka til almennings.
Við þurfum höfundarréttarlög í Evrópu sem uppfylla þessi markmið og veita bókasöfnum rétt til að kaupa og lána út rafbækur.
Þess vegna beinum við því til Evrópusambandsins að það beiti sér fyrir uppfærslu höfundarréttarlaga þar sem skýrt er sett fram ákvæði sem veitir bókasöfnum rétt til að viða að sér og lána rafbækur og tryggja eðlilega endurgjöf til höfunda og annarra rétthafa.
Uppfærð höfundaréttarlög ættu að taka á rafbókum á sama hátt og prentuðum bókum –og veita þannig bókasöfnum umboð til að halda þjónustu sinni áfram til hagsbóta fyrir alla íbúa Evrópu.
Á sama hátt er því beint til allra ríkisstjórna Evrópusambandsins að tryggja frjálst aðgengi að upplýsingum fyrir alla íbúa og tryggja rétt til að lesa rafrænt með tilstilli bókasafnanna.
Við beinum því til allra íbúa Evrópu að rísa upp og verja réttinn til að lesa rafbækur.
Lauslega þýtt og staðfært, Hrafnhildur Hreinsdóttir, upplýsingafræðingur