Félög og fyrirtćki í Grindavík gefa hjartahnođtćki

  • Fréttir
  • 22. apríl 2014

Lionsklúbbur Grindavíkur afhenti þann 9. apríl síðastliðinn, fyrir hönd 12 félaga og fyrirtækja, fulltrúum HSS í Grindavík „Lukas" hjartahnoðtæki, sem staðsett verður í sjúkrabíl HSS í Grindavík. Hjartahnoðtækið gefur sjúkraflutningamönnum aukið svigrúm til að sinna sjúklingnum á annan hátt samhliða því að hjartahnoð á sér stað. 

Lionsklúbbur Grindavíkur samþykkti á félagsfundi þann 1. október síðastliðinn að standa að söfnunarátaki til kaupa á hjartahnoðtæki sem nýtist samfélaginu í Grindavík við þær aðstæður þegar hjartastopp á sér stað. Með aðstoð félaga og fyrirtækja í Grindavík tókst þetta verkefni mjög vel og er það til mikils öryggis fyrir samfélagið.

Eftirfarandi félög og fyrirtæki, auk Lionsklúbbs Grindavíkur, lögðu sitt að mörkum: Slysavarnadeildin Þórkatla, Kvenfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Bláa lónið hf, Einhamar seafood ehf, Þorbjörn hf, Vísir hf, Stakkavík hf, Marver ehf, Íslandsbleikja ehf og Gjögur hf.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun