Helgi Jónas tekur viđ Keflavík

  • Fréttir
  • 15. apríl 2014

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 

Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu..


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!