Grindavíkurhreppur varđ kaupstađur

  • Fréttir
  • 10. apríl 2014

Grindavíkurbær fagnar í dag fjörutíu ára kaupstaðarafmæli sínu við mikil hátíðarhöld, en kaupstaðurinn var áður Grindavíkurhreppur sem hafði verið til síðan á landnámsöld. „"Það eru liðin fjörutíu ár frá því að Grindavíkurhreppur varð að kaupstað," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, en bærinn fagnar í dag fjörutíu ára kaupstaðarafmæli sínu. "Hreppurinn sjálfur er nú samt búinn að vera til staðar síðan á landnámsöld." 

Í tilefni dagsins verður heljarinnar afmælisdagskrá í bænum. "Við erum búin að vera með viðburði allt árið og munum halda því áfram," segir Róbert. "Það verður hátíðarbæjarstjórnarfundur klukkan fimm með

forseta Íslands og þar verða heiðursviðurkenningar og síðan eru skemmtanir úti um allan bæ," segir bæjarstjórinn en dagskrá hátíðarhaldanna má finna á heimasíðu bæjarins. Þar er að finna allt frá uppistandi Ara Eldjárn til Grindavíkurkróniku á kaffihúsi Bryggjunnar. "Síðan er bókasafnið okkar að flytja í nýja og betri aðstöðu og ákváðum við að nýta tækifærið í tilefni afmælisins og gefa bæjarbúum afmælisgjöf," segir Róbert en allar sektir bókasafnsins verða lagðar niður í dag. "Við ákváðum að fella niður allar skuldir þeirra sem eiga eftir að skila til þess að vera viss um að bækurnar skili sér á nýja safnið." Ekki nóg með að kaupstaðurinn sjálfur eigi fjörutíu ára afmæli heldur er sundlaug bæjarins einnig tuttugu ára og bókasafnið hundrað og tíu ára gamalt.

Bæjarstjórinn hvetur alla sem hafa tök á að mæta. "Það er gaman fyrir íbúa höfuðborgarinnar að koma og upplifa þessa sjávarútvegsstemningu," segir Róbert. "Hér erum við með líflega höfn og mikið um að vera."

Viðtal: Fréttablaðið í dag.
Mynd: Úr myndasafni Grindavíkurbæjar. Hún er líklega tekin upp úir 1974 þegar Grindavík fékk kaupstaðarréttindi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!