Óskalög Sjómanna í Eldborg í kvöld

  • Fréttir
  • 29. maí 2008

Í kvöld, fimmtudaginn 29 maí, verđur dagskráin Óskalög sjómanna - skemmtun og fjöldasöngur, haldin í fjórđa sinn og ađ ţessu sinni í Eldborg í Svartsengi en ađ venju verđur hitađ upp fyrir sjómannadagshelgina, Sjóarann síkáta, í Grindavík.

 

 

 

Hljómsveitin Međbyr flytur gömul og sígild sjómannalög og sönghópurinn Stigamenn mun einnig taka lagiđ en í honum eru ţeir Ađalgeir Jóhannsson, Agnar Steinarsson, Kristinn Jóhannsson og Eiríkur Dagbjartsson. Ţá mun söngkonan Mjöll Hólm koma fram međ hljómsveitinni og flytja međal annars hiđ ţekkta lag ?Jón er kominn heim? sem hún gerđi frćgt áriđ 1971 og sló í gegn, m.a. í útvarpsţćttinum Óskalög sjómanna.

 

 

 

Hćgt verđur ađ panta mat fyrir skemmtunina í Eldborg ţar sem tónleikarnir fara fram, en veitingahús Bláa Lónsins mun bjóđa upp á tvíréttađan málsverđ í Eldborg fyrir tónleikana á ađeins 2.500 kr. 

Borđ má panta á netfanginu rosasigny@internet.is.

 

 

 

Ađ sögn Rósu Signýjar Baldursdóttur, sem hefur skipulagt Óskalög sjómanna, eru ţau til heiđurs íslenska sjómanninum, fjölskyldum ţeirra og íslensku sjómannalögunum.

,,Ţetta er í fjórđa skiptiđ sem viđ höldum Óskalög sjómanna og má ţví segja ađ komin sé hefđ á ţennan skemmtilega viđburđ. Fólk hefur tekiđ ţessari skemmtun mjög vel sem hefur veriđ hvatning fyrir okkur ađ halda ţví áfram og leggja metnađ okkar í verkefniđ,? segir Rósa.

Hljómsveitina Međbyr skipa auk Rósu ţau Dagbjartur Willardsson, Inga Björk Runólfsdóttir, Inga Ţórđardóttir, Björn Erlingsson, Einar Friđgeir Björnsson, Halldór Lárusson og Ţröstur Harđarson.

Ţess má geta ađ Ţorsteinn Gunnar Kristjánsson bílstjóri verđur međ sćtaferđir í Eldborg í tengslum viđ skemmtunina. Fyrsta ferđ er áćtluđ upp úr kl. 19 frá Ađalbraut en fólk getur haft samband viđ Ţorstein Gunnar.

 

 

 

Mynd: Myndin:

Hljómsveitin Međbyr í góđum gír ađ vanda. Frá vinstri: Dagbjartur, Rósa Signý, Inga Björk, Inga, Björn, Halldór, Ţröstur og Einar Friđgeir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir