Rúmlega 3 milljarđar í hagnađ hjá Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 16. maí 2008

3.188 milljóna króna hagnađur varđ á rekstri Grindavíkurbćjar á síđasta ári, en ársreikningur sveitarfélagsins var samţykktur í bćjarstjórn á miđvikudag. Í bókun meirihluta D- og S-lista segir:
 
Rekstrarniđurstađa sveitarsjóđs, ţ.e. A-hluta stofnana er 3.188,8 milljónir kr. í hagnađ. Áćtlun gerđi ráđ fyrir 3.055,3 milljónum kr. í hagnađ. Rekstrarniđurstađa A og B hluta var jákvćđ um 3.184,8 milljónir kr. í samanburđi viđ áćtlun um jákvćđa niđurstöđu ađ fjárhćđ 3.027,7 milljónir króna.
 
Niđurstöđur málaflokka eru ađ mestu í samrćmi viđ fjárhagsáćtlun. Helstu frávik í rekstri eru ţau ađ:
- Söluhagnađur hlutabréfa var 58,9 millj. kr. umfram áćtlun.
- Fjármunatekjur umfram áćtlun námu 26,2 millj. kr.
- Fjármagnsgjöld umfram áćtlun námu 10,6 millj. kr.
- Rekstrartekjur umfram áćtlun nema 40 millj. kr. sem skýrist ađ mestu af hćrra framlagi frá Jöfnunarsjóđi en áćtlun gerđi ráđ fyrir.
- Rekstrargjöld urđu 33 milljónum kr. undir áćtlun.
- Afskriftir  voru 14 millj. kr. hćrri en áćtlun.
 
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru 7.799,3 milljónir kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 2.644,0 milljónir kr. Ţar af er lífeyrisskuldbinding um 347 milljónir kr. og reiknuđ skuld ađ fjárhćđ 241,6 millj. kr. sem er vegna leigusamnings viđ Nýsi vegna leikskólans viđ Stamphólsveg. Langtímaskuldir, ađ međtalinni skuld vegna leikskólans viđ Stamphólsveg eru 1.616,6 milljónir kr., ţar af greiđast 169,8 milljónir kr. á árinu 2008.
 
Rekstur A og B hluta skilađi 152,4 millj. kr. í veltufé frá rekstri sem er 10,8% af heildartekjum til samanburđar viđ 35,2 millj. kr., eđa 2,6% af heildartekjum samkvćmt áćtlun.
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru á árinu 2007 692,8 milljónir kr. Á árinu voru tekin ný lán ađ fjárhćđ 96,5 milljónir kr. og afborganir lána og leiguskuldbindingar voru 203,8 milljónir kr. Handbćrt fé hćkkađi um 4.081,6 millj. kr. í samanburđi viđ áćtlun 4.050,6 milljónir kr. Handbćrt fé í árslok var 4.449,9 milljónir kr.
 
Reikningurinn var samţykktur međ fjórum atkvćđum meirihluta. Minnihluti sat hjá.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir