Dósasöfnun vekur athygli

  • Fréttir
  • 6. janúar 2009

Morgunblađiđ fjallar um dósasöfnun meistaraflokks karla- og kvenna í körfubolta í íţróttakálfi sínum í dag og er jafnframt vitnađ í greinina á baksíđu blađsins. Ţar er m.a. viđtal viđ Pál Axel Vilbergsson, fyrirliđa Grindavíkur.

Í grein Morgunblađsins segir m.a.:

,,FJÁRÖFLUN af ýmsum gerđum er einkenni á starfi íţróttafélaga um allt land. Meistaraflokksleikmenn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í karla- og kvennaflokki hafa á síđustu árum hafiđ áriđ međ ?hópefli" ţar sem stjórnir og leikmenn beggja liđa ganga í hús í Grindavík og safna dósum. Landsliđsmađurinn Páll Axel Vilbergsson segir ađ ţessi söfnun hafi ávallt ţjappađ hópnum saman og ţađ sé ekkert nýtt fyrir leikmenn meistaraflokks karla ađ taka ţátt í fjáröflun félagsins.

?Ég hef bara gaman af ţessu og viđ komum ađ öllum fjáröflunum sem tengjast meistaraflokki karla međ einum eđa öđrum hćtti. Reyndar líđur mér betur ţegar ég spila fyrir fullu húsi af áhorfendum en ţegar ég banka upp á hjá fólki og óska eftir dósunum ţeirra eftir jólahátíđina. Ţađ er smá feimni í gangi hjá mér og eflaust hjá fleiri leikmönnum. Bćjarbúar taka alltaf vel á móti okkur og ţessi söfnun er fínt hópefli fyrir okkur í deildinni." Fyrirliđi Grindavíkur segir ađ dósasöfnunin hafi gengiđ ţađ vel ađ menn hafi látiđ sér detta ţađ í hug ađ fara í nágrannasveitarfélögin og láta á ţađ reyna hvernig ţađ myndi ganga. ?Jú, menn hafa sagt ţađ í okkar hópi ađ ţađ vćri bara fyndiđ ađ fara í Keflavík eđa Njarđvík og banka upp á og óska eftir dósum. Ég veit ekki hvernig tekiđ yrđi á móti okkur en ég efast um ađ ţetta verđi sett í framkvćmd."

Á heimasíđu félagsins er ađ finna pistil eftir Sigurbjörn Dagbjartsson, stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, ţar sem hann hvetur Grindvíkinga til ţess ađ mćta betur á heimaleiki liđanna í efstu deild. Páll Axel tekur undir óskir hans.

?Ekki spilum viđ leiđinlegan körfubolta, ţađ get ég sagt ţér. Ţađ er alltaf fín mćting ţegar úrslitakeppnin er byrjuđ og fólk er kannski bara ađ bíđa eftir henni. Mér finnst ađsóknin ekkert vera verri í ár en á undanförnum árum. Ţađ er einfaldlega margt í bođi og fólk velur úr ţađ sem ţađ hefur áhuga á. Ég hvet ađ sjálfsögđu alla til ţess ađ mćta á leiki í stađ ţess ađ horfa á sjónvarpiđ á kvöldin. Viđ erum miklu skemmtilegri."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir