Glćsileg árshátíđ eldra stigs

  • Fréttir
  • 26. mars 2014
Glćsileg árshátíđ eldra stigs

Unglingaskólinn, 7.-10. bekkir héldu sína árshátíð með pompi og pragt í gær og lauk þar með árshátíðum í Grunnskólanum. Skemmtanahöldin hófust í skólanum um miðjan dag. Þá var frumsýnt leikritið Hairspray sem Sigríður Jónsdóttir, gamall nemandi Grunnskólans setti upp með nemendum. 30-40 nemendur tóku þátt í sýningunni sem tókst vel og margir upprenndandi leikarar og söngvarar kannski að stíga sín fyrstu skref á þeirri braut. Hver veit.
Sagan Hairspray gerist árið 1962, upphaflega í Baltimore í Bandaríkjunum, en við höfum fært hana yfir til Grindavíkur þess tíma. Í stuttu máli fjallar leikritið um grunnskólaneman Tracy Turnblad sem á sér þann stærsta draum að komast í Corny Collins dansþáttinn í sjónvarpinu. Margt stendur í vegi hennar svo sem vinsælasta stelpan í sjónvarpinu, fjölskyldan hennar (þá sérstaklega þungavigtamanneskjan hún Edna mamma hennar) og viðhorf bæjarbúa á hverjir mega og mega ekki taka þátt í samfélaginu. Leikritið vakti mikla lukku á sýningunni og það verður sýnt á bæjarsýningum í vikunni. Eftir leikritið steig Ari Auðunn Jónsson á svið og flutti lag sitt Ljóðræn martröð og fékk góð viðbrögð ekki síst við danssporum sem hann hefur bætt inn í flutninginn. Kennaraatriðin voru á sínum stað og var sótt í smiðju Júróvision við flutninginn. Sennilega ekki á leiðinni þangað en viðleitnin góð.

Það er hefð fyrir því að 10. bekkingar eigi daginn og þau borðuðu hátíðarkvöldverð á Salthúsinu í Grindavík. Komu síðan „a la Holliwood" á ballið seinna um kvöldið. Flottir bílar, vatnsgöng, blys og kerti. Klappað síðan fyrir þau þegar þau komu á ballið. Eftirminnilegur dagur fyrir þau. Það var síðan DJ Óli Geir sem sá um að dansgólfið tæmdist ekki á sal skólans og ekki annað að sjá en það gengi eins og í sögu.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavík tapađi á Akureyri í 7 marka leik

Fréttir / 24. september 2018

Meistarar meistaranna keppa í Útsvari í vetur

Fréttir / 21. september 2018

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

Tónlistaskólafréttir / 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

Grunnskólafréttir / 18. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

Fréttir / 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

Grunnskólafréttir / 16. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni