Aukum lífsgćđi fullorđins fólks

 • Fréttir
 • 26. mars 2014
Aukum lífsgćđi fullorđins fólks

Síðastliðið haust samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur að fela bæjarráði að skipa starfshóp til að vinna að tillögu um breytingu á búsetuþjónustu sem síðan var lögð fyrir bæjarráð. Markmið breytingatillögunnar er að bæta þjónustu fyrir full-orðið fólk með sérþarfir, hvort sem þær eru vegna öldrunar, fötlunar eða örorku, með það að leiðarljósi að auka lífsgæði þeirra og gera þeim kleift að búa lengur heima. 

Í tillögunni felst að starfsmönnum heimilisins að Túngötu 15-17 var boðin breyting á starfi. Breytingin er sú að í stað þess að vera starfsmenn Túngötu 15-17, verða þeir hluti af heima- og búsetuþjónustunni í Miðgarði. Starfsmennirnir munu eftir sem áður sinna verkefnum í þágu íbúanna á Túngötu 15-17, en munu jafnframt sinna þjónustu hjá fólki í sjálfstæðri búsetu og öðrum verkefnum Miðgarðs. Starfshópnum var falið að útfæra tillöguna nánar og leggja fyrir bæjarráð til afgreiðslu í nóvember. Breytingarnar tóku formlega gildi um áramót og til þess að forvitnast um framkvæmd þeirra og viðtökur setti Járngerður sig í samband við nokkra aðila sem tengjast málinu frá ýmsum hliðum. 

Stefanía Sigríður Jónsdóttir, sem Grindvíkingar þekkja sennilega betur sem Sirrý, er deildarstjóri öldrunarþjónustu Grindavíkurbæjar. Hún hefur borið hitann og þungann af þessum skipulagsbreytingum og því þótti okkur hjá Járngerði forvitnilegt að heyra frá henni og spyrja hana út í hvernig breytingarnar hafa gengið og hvað í þeim felst.

Styrkjum félagsnetið

„Tilgangurinn með breytingum er að bæta þjónustu fyrir fullorðið fólk með sérþarfir, hvort sem þær eru vegna öldrunar, fötlunar eða örorku, með það að leiðarljósi að auka lífsgæði þeirra og gera þeim kleift að búa lengur heima.
Í stefnumótun í málefnum aldraðra og fatlaðra er gert ráð fyrir að aldraðir/fatlaðir geti búið sem lengst á eigin heimili. Á eigin heimili er betri aðstaða til samskipta við fjölskyldu og vini sem skiptir miklu máli fyrir hinn aldraða/fatl-aða. Á heimavelli er hann öruggur og þar ræður hann. Aðstæður allar og umhverfi er kunnuglegt, allar minningarnar sem eru tengdar heimilinu og félagsleg tengsl bæta öryggistilfinninguna," segir Sirrý.

Hún bendir á að markmiðið þeirra sem vinna með öldruðum og fötluðum sé að kanna hvernig bæta megi aðstæður og styrkja félagsnet hins aldraða/fatlaða svo að hann geti búið við sem eðlilegastar aðstæður. 

„Einnig er það hlutverk okkar að samhæfa þá þjónustu sem þjónustunotandi þarfnast, styðja hann og aðstandendur hans til að þjónustunotandi geti búið sem lengst heima. Þannig komið á breytingum sem geta bætt líf þeirra með það fyrir augum að geta gripið inn í þegar erfiðleikar, sem tengjast veikindum og minnkandi getu steðja að. Verkefni okkar er meðal annars að tryggja undirstöðu fyrir velferð þjónustunotanda, aðstoða þegar kreppir að og auka hæfni þjónustunotanda til að takast á við erfiðleika sína og þær aðstæður sem kunna að skapast í kjölfar þeirra. Það er ljóst að mikilvægt er að mæta þjónustunotanda þar sem hann er staddur og hjálpa honum til sjálfshjálpar þegar það á við."

Hvernig hefur gengið að koma þessum breytingum í verk?
„Það er nú kannski ekki alveg að marka það strax þar sem við stofnuðum þessa deild um áramótin svo hóf þroskaþjálfi störf hjá okkur 1. febrúar og erum við enn að móta okkar vinnu. Tíminn hefur að mestu farið í reyna að þjónusta þá skjólstæðinga sem þurfa mest á þjónustunni að halda og kynnast hvert öðru. Ýmsir hnökrar koma að sjálfsögðu upp en þeir eru nú allir auðveldir að leysa með góðri samvinnu, skilningi og þolinmæði. Það eru spennandi tímar framundan og stór og mikil verkefni sem verður gaman að takast á við. Ég er mjög stolt af því að fá tækifæri til að taka þátt í að gera þjónustu fyrir fullorðið fólk með sérþarfir, hvort sem þær eru vegna öldrunar, fötlunar eða örorku eins góða og möguleiki er á." 

- Hvernig er þjónustunni háttað?
„Þjónustan er margþáttuð fyrir þá sem búa heima og erum við að auka þjónustuna. Þjónustan getur meðal annars falið í sér innlit vegna félagslegrar einangrunar, heimilisþrif, ýmis konar aðdrætti eins og að fara í búð, banka, læknis og fleira, aðstoða við athafnir daglegs lífs og ýmislegt fleira sem fellur til í amstri dagsins. Við erum með sambýli á Túngötu 15-17 og eru þar sex íbúðir og í Miðgarði er dagvistun fyrir eldri borgara og mest allt tómstunda- og félagsstarf fer þar fram. Það sem er ábótavant hjá okkur er að við erum ekki með heimsendan mat né mat sem við getum boðið Grindvíkingum að koma í flottu aðstöðuna okkar og borðað saman hádegismat gegn gjaldi en þetta er í vinnslu hjá okkur og vona ég að þessi þjónusta verði að veruleika sem fyrst. Hann Jón í Vör hefur séð um heimsendan mat og hefur verið gott að leita til hans þegar vantað hefur þjónustu."

- Eru margir sem nýta sér þjónustuna?
„Í dag erum við að þjónusta um 50 heimili, bæði við þrif og með margskonar aðdrætti. Þeim mun svo sennilega fjölga eftir því sem við náum að kynna þjónustuna betur og eftir því sem meiri reynsla kemur á hana."

- Hvaða þýða þessar breytingar fyrir starfsmenn, fækkar þeim eða fjölgar jafnvel?
„Við erum vel mannaðar og eins og ég sagði fyrr í viðtalinu þá er þetta nú rétt að byrja og við að kynna það sem er í boði hjá okkur og á eftir að koma í ljós hvert framhaldið verður," sagði Sirrý að endingu.


Þetta þjónustuform verður til fyrirmyndar

Járngerður ræddi við Hlín Sigurþórsdóttur, deildarstjóra heimaþjónustu, en hún er nýkomin til starfa hjá bænum og hendir sér því beint í djúpu laugina en er með öllu óhrædd að takast á við áskoranir og er að eigin sögn full tilhlökkunar.

„Mér líst bara vel á starfið. Fyrstu skrefin í að móta þessa nýju þjónustu hafa nú þegar verið stigin en þar sem verkefnin eru mörg og krefj-andi munu komandi tímar einkennast mikið af stefnumótandi vinnu sem er virkilega spenn-andi. Þegar þetta er allt í höfn verður þetta þjónustuform til fyrirmyndar og er ég full tilhlökkunar."

- Hvert er álit þitt á þessari búsetuþjónustu sem Grindavíkurbær býður uppá?
„Ég sem þroskaþjálfi tilheyri fagstétt sem starfar með fólki á öllum aldri. Mitt hlutverk er meðal annars að móta þjónustu fyrir mína þjónustunotendur og vinna gegn þeim samfélagslegu hindrunum sem standa í vegi þeirra. Hugmyndafræði minnar fagstéttar er grundvölluð í lögum, reglugerðum og siðareglum þroskaþjálfa og byggir meðal annars á jafnrétti, friðhelgi og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti. Margbreytileg flóra samfélagsins er einstök og allir eiga rétt á því að taka þátt í henni á eigin forsendum. Öflug heimaþjónusta gerir þjón-ustunotendum mínum meðal annars kleift að búa lengur heima sem er hluti af lífsgæðum þeirra. Það sem mestu máli skiptir er að efla sjálfstæði þeirra og virkja þá þekkingu og kunnáttu sem það býr yfir."

- Hvað finnst þér um leiðarljós þjónustunnar, að auka lífsgæði þeirra sem eru með sérþarfir og gera þeim kleift að búa lengur heima. Erum við á réttri leið?
„Ef við vitnum aðeins í lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga þá er markmið þeirra meðal annars að stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar og veita viðeigandi að-stoð til þess að íbúar sveitarfélagsins geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Það er því okkar skylda að framfylgja þessum lögum eftir bestu getu og því tek ég þessum breytingum fagn-andi. Margt hefur áunnist í réttindamálum fólks sem er með sérþarfir af einhverjum toga á undanförnum misserum en þörfin fyrir fjölbreyttari þjónustuúrræði fyrir þennan markhóp er mikil og með þessum breytingum okkar hér í Grindavík erum við svo sannarlega á beinu brautinni. Það er nauðsynlegt að færa þjónustu fólks með sérþarfir af einhverjum toga í meira mæli út í samfélagið, það er að segja frá hefðbundnum sjúkrahúsum og með því er einnig verið að rjúfa þessa einangrun sem fólk með sérþarfir hefur búið við í gegnum tíðina.

Það er eitt af markmiðum okkar að reyna eftir fremsta megni að innleiða AMS - atvinnu með stuðningi hér í Grindavík svo þjónustunotendur okkar eigi þess kost að blandast flóru almenna vinnumarkaðarins með því að finna störf við hæfi og vera fullgildir þjóðfélags- þegnar. Atvinnan er ekki einungis fjárhagslegur ávinningur heldur er hún líka grundvöllur félagslegrar stöðu í samfélaginu, velmegunar og sjálfstæðs lífs. Markmið okkar í atvinnumálum og annarri dagþjónustu er að reyna að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu þar sem mikil áhersla er lögð á fjölbreytni og einstaklingsmiðuð úrræði þar sem styrkleikar allra fá sín notið. Til þess að þetta þjónustuform geti skilað ávinningi fyrir einstaklinga sem og bæjarfélagið í heild verðum við að upplýsa atvinnurekendur hér í bæ um kosti þessa þjónustuforms og fá þá með í okkar lið að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með sérþarfir af einhverjum toga. Með þessum lokaorðum lít ég björtum augum á framhaldið, því mín bíða mörg en jafnframt spennandi verkefni fyrir höndum," sagði Hlín að lokum.


Höfum sömu hagsmuni notenda að leiðarljósi

Sirrý og Hlín voru að lokum beðnar að meta þessa nýju þjónustu í sameiningu.
„Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við erum enn að móta og þróa okkar vinnu og ferlið er mjög spennandi. Þá erum við einnig að öðlast yfirsýn yfir verkefnið. Þetta er nýtt verkefni sem við erum að taka við og horft var til Akureyrar og Hafnar sem voru tilraunaverkefni ríkisins og þar hefur tekist vel til.
Við tvær höfum líka sýn en ólíkan bakgrunn sem er góð blanda. Við komum með tvö ólík sjónarhorn að borðinu sem veita hvort öðru gott mótvægi. Við fáum annars vegar sjón-arhorn hjúkrunarfræðings og hins vegar þroskaþjálfa og okkur finnst gott að fá stuðning af hvor annarri og berum mikla virðingu fyrir skoðunum hvorrar annarrar. Við höfum sameiginlegt markmið og höfum sömu hagsmuni notenda að leiðarljósi. Þetta teljum við ótvíræðan kost."

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar

Mynd: Sirrý og Hlín.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. september 2018

Bćjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018