SNAG í dag

  • Fréttir
  • 23. mars 2014

Golfklúbbur Grindavíkur stendur að kynningu á golfíþróttinni í dag sunnudag  í Hópinu sem er fjölnota íþróttahús við íþróttasvæðið. Kynningin fer fram í tengslum við menningarviku sem lýkur á sunnudaginn 23. mars. Það verður ýmislegt áhugavert í boði í Hópinu á milli kl. 14.30-17.00 og eru allir hjartanlega velkomnirað til þess að kynna sér golfíþróttina og starfsemi klúbbsins.

Helgi Dan Steinsson, sem er golfkennari GG, verður á staðnum og þar verður hægt að kynna sér SNAG sem er ný kennslutækni í golfi. SNAG stendur fyrir „Starting New At Golf" og þó kennslutækin séu litrík og líti út fyrir að vera fyrir börn þá geta ungir sem aldnir nýtt sér þessa kennslutækni til að læra grunnatriðin.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að koma og eiga saman skemmtilega stund í golfi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir