Laugardagur til lukku

  • Fréttir
  • 22. mars 2014

Menningarvikan í Grindavík nær hápunkti sínum í dag, laugardag. Þá verða glæsilegar sýningar að vanda, listasmiðja fyrir yngra fólkið, sýning á traktors- og bílasafni Hermanns í Stakkavík og svo stærstu tónleikar haldnir hafa verið í Grindavík í íþróttahúsinu þegar Fjallabræður, Jónas Sig og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar spila í íþróttahúsinu. Dagskráin er þessi: 

Laugardagur 22. mars

Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00 Fjöltefli með stórmeistara í skák í grunnskólanum við Ásabraut. Allir velkomnir að spreyta sig. Bragi Þorfinnsson er alþjóðlegur meistari í skák með einn stórmeistara-áfanga. Síðustu árin hefur Bragi verið í hálf atvinnumennsku og teflt meðal annars með klúbbum í Englandi meðfram því að sinna skákkennslu. Bragi hefur verið einn af sterkustu skákmönnum Íslands í tvo áratugi eða frá því hann varð einn af Ólympíumeisturum Íslands í flokki 16 ára og yngri árið 1995. Bragi hefur 2454 ELO-stig og teflir með landsliði Íslands.
Kl. 11:00-17:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. 
Kl. 12:00-16:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara. 
Kl. 12:00-16:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri borgarar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 12:00-16:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
13:00-17:00 Traktors- og bílasafn Hermanns í Stakkavík til sýnis. Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík hefur und-anfarin ár safnað ýmsum gömlum traktorum og bílum auk þess að geyma slík tæki frá öðrum. Nú gefst Grindvíkingum einstakt tækifæri að skoða þetta ótrúlega safn. Taktorarnir og bílarnir verða til sýnis í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan, Gluggaverksmiðjan PGV á neðri hæð).
Kl. 13:00-15:00 Lista-smiðja fyrir börn í Hópsskóla. Aldur 5 ára og eldri. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á netfangið rosabal@grindavik.is í síðasta lagi miðvikudaginn 19. mars. Unnið verður með tónlist, ljóð, spuna og myndlist. Umsjónarmenn: Kristín Pálsdóttir, Inga Þórðardóttir, Inga Björk Runólfsdóttir, Benný Ósk Harðardóttir, Eygló Pétursdóttir, Rósa Signý Baldursdóttir, Sara Arin-bjarnardóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og fleiri.
Kl. 13:00-17:00 Opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur listmálara að Vörðusundi 1. Hún er einnig með sýningu á olíumálverkum alla menningarvikuna í Salthúsinu. Opið samkvæmt opnunartíma. Verið velkomin.
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 11:00-18:00 Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýningar á kaffihúsinu Bryggjunni. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Minja- og myndasýning Þorbjarnar hf. í gömlu fiskmóttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónust-una ehf. við Ægisgötu.
Lífið er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar: Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn í Grindavík 2014. Sérstök dómnefnd undir stjórn Láka á Salthúsinu velur þrjár bestu uppskriftir. Höfundar þeirra verða boðaðir á Salthúsið þar sem þeir, eða fulltrúar þeirra, elda saltfiskinn fyrir dómnefndina sem velur að lokum BESTA SALTFISKRÉTTINN eftir smökkunina. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til salthusid@salthusid.is í síðasta lagi 23. mars. Verðlaun: 1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun eru kr. 20.000, 3. verðlaun Gjafabréf á Salthúsinu að andvirði 15.000 kr. Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum Salthússins, www.salthusid.is, Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is og Kvikunnar, 
www.grindavik.is/kvikan. Í Menningarviku mun Salthúsið í 
Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti.
Kl. 20:30 Stórtónleikar Jónasar Sig, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í íþróttahúsinu. Í ár fagnar Grindavík 40 ára kaupstaðarafmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti allt árið. Liður í hátíðarhöldunum eru stórtónleikar í íþróttahúsinu þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar. Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum, enda hefur samstarf þessara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til 
flytjenda sem og áhorfenda. Miðasala er í sjoppunni Aðal-Braut, Víkurbraut 31, Grindavík. Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið í Grindavík (sjá frétt bls. 9).
Kl. 22:00 Tónleikar á Salthúsinu. Hljómsveitin Audio Nation leikur. Bandið skipa: Söngur og saxafónn er í höndum Gísla. Gulli Falk á gítar. Trommur og söngur: Gummi. Bassi: Jói. Miðaverð er 1.000 kr. Síðan verður dansleikur með rokksveit Jonna Ólafss frá miðnætti. Miðaverð er 1.500 kr.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir