Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og henni lýkur með lokahátíð þar sem nemendur spreyta sig á upplestri verka eftir íslenska höfunda.
Að þessu sinni var lokahátíðin haldin í Grunnskólanum í Grindavík. Þangað mættu nemendur úr Grunnskólanum hér, Stóru-Vogaskóla í Vogum og Gerðaskóla Garði. Vandað er til lokahátíðarinnar og var boðið upp á tónlistaratriði á milli lesturs.
Þórdís Steinþórsdóttir frá Tónlistarskóla Grindavíkur lék á klarinett og naut aðstoðar Frank Herlufsen í verkinu O solemio. Eva Rós Jónsdóttir frá Gerðaskóla lék á píanó verkið Snowflake Rag og Einar Hugi Böðvarsson frá Stóru-Vogaskóla lék á píanó lagið Chorale. Gott framlag frá skólunum.

Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir) og Þorgrímur Þráinsson. Dómarar voru þau Jón Hjartarson, Guðbjörg M. Sveinsdóttir Jóni Ingi Baldvinsson og Lilja Dögg Friðriksdóttir. Stóra upplestrarkeppnin nýtur velvildar ýmissa aðila og að þessu sinni eru styrktaraðilarnir Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, Íslandsbanki, Félag bókaútgefenda og Mjólkursamsalan.
12 keppendur, 4 frá hverjum skóla, skiptust á upplestrinum sem var í 1. umferð texti úr verkum Þorgríms Þráinssonar, síðan var lesið ljóð eftir Erlu og í lokaumferðinni var sjálfvalið ljóð. Eftir störf dómara sem var vandasamt var það niðurstaða þeirra að 3. sætið hlyti Alexander Franzson frá Gerðaskóla, 2. sætið félli í skaut Sigurdísar Unnar Ingudóttur og í 1. sæti var Óskar Nikulás Sveinbjarnarson. Glæsileg lok á glæsilegri lokahátíð.

 

 

 

 

 

 

Nýlegar fréttir

mán. 16. okt. 2017    Kynning og kaffi í Kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
mán. 16. okt. 2017    Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
mán. 16. okt. 2017    Stjörnuhópur frá Laut heimsćkir tónlistarskólan
mán. 16. okt. 2017    Max's Restaurant auglýsir eftir ţjónum
mán. 16. okt. 2017    Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Grindavík lagđi Hauka
fös. 13. okt. 2017    Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum
fim. 12. okt. 2017    Kynning og kaffi í kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
fim. 12. okt. 2017    Ađalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verđur 26. október
fim. 12. okt. 2017    Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
miđ. 11. okt. 2017    Reykjanesiđ frá A-Ö
miđ. 11. okt. 2017    Vilhjálmur Árnason rćđir Grindavíkurveg og stöđu mála
ţri. 10. okt. 2017    Lestrarátak á miđstigi
ţri. 10. okt. 2017    Alţingiskosningar laugardaginn 28. október 2017
ţri. 10. okt. 2017    Tveir meistarakokkar mćtast - Halla og Maggi Texas
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Ţór í háspennuleik
mán. 9. okt. 2017    Hvernig sćki ég um styrki? - Uppbyggingarsjóđur Suđurnesja
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Fjölni
mán. 9. okt. 2017    Vinir í bata - opinn fundur í kvöld
fös. 6. okt. 2017    Októberfest á Fish House um helgina
fös. 6. okt. 2017    Flottur útivistarhópur
fös. 6. okt. 2017    Leik Grindavíkur og Ţórs frestađ
fös. 6. okt. 2017    Járngerđur komin út
fim. 5. okt. 2017    Forvarnardagurinn í 9. bekk
Grindavík.is fótur