Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíđ stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og henni lýkur með lokahátíð þar sem nemendur spreyta sig á upplestri verka eftir íslenska höfunda.
Að þessu sinni var lokahátíðin haldin í Grunnskólanum í Grindavík. Þangað mættu nemendur úr Grunnskólanum hér, Stóru-Vogaskóla í Vogum og Gerðaskóla Garði. Vandað er til lokahátíðarinnar og var boðið upp á tónlistaratriði á milli lesturs.
Þórdís Steinþórsdóttir frá Tónlistarskóla Grindavíkur lék á klarinett og naut aðstoðar Frank Herlufsen í verkinu O solemio. Eva Rós Jónsdóttir frá Gerðaskóla lék á píanó verkið Snowflake Rag og Einar Hugi Böðvarsson frá Stóru-Vogaskóla lék á píanó lagið Chorale. Gott framlag frá skólunum.

Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir) og Þorgrímur Þráinsson. Dómarar voru þau Jón Hjartarson, Guðbjörg M. Sveinsdóttir Jóni Ingi Baldvinsson og Lilja Dögg Friðriksdóttir. Stóra upplestrarkeppnin nýtur velvildar ýmissa aðila og að þessu sinni eru styrktaraðilarnir Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, Íslandsbanki, Félag bókaútgefenda og Mjólkursamsalan.
12 keppendur, 4 frá hverjum skóla, skiptust á upplestrinum sem var í 1. umferð texti úr verkum Þorgríms Þráinssonar, síðan var lesið ljóð eftir Erlu og í lokaumferðinni var sjálfvalið ljóð. Eftir störf dómara sem var vandasamt var það niðurstaða þeirra að 3. sætið hlyti Alexander Franzson frá Gerðaskóla, 2. sætið félli í skaut Sigurdísar Unnar Ingudóttur og í 1. sæti var Óskar Nikulás Sveinbjarnarson. Glæsileg lok á glæsilegri lokahátíð.

 

 

 

 

 

 

Nýlegar fréttir

ţri. 12. des. 2017    Rashad Whack sendur heim
ţri. 12. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans héldu tónleika fyrir starfsfólk HS Orku
mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
miđ. 6. des. 2017    Eldvarnarátak í bođi LSS og Lions
miđ. 6. des. 2017    10. A sigurvegari í spurningakeppni unglingastigs
miđ. 6. des. 2017    Rafbókasafniđ er komiđ!
ţri. 5. des. 2017    Breyttur afgreiđslutími í jólafríi grunnskólans
ţri. 5. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés
mán. 4. des. 2017    Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
mán. 4. des. 2017    Stjörnuhópar leikskólanna heimsćkja fyrsta bekk
Grindavík.is fótur