Fjörugur föstudagur í Menningarviku

  • Fréttir
  • 21. mars 2014

Það er heldur betur Fjörugur föstudagur í Menningarvikunni. Meðal annars verður boðið upp á Franskar sósu og salat á Sjómannastofunni Vör kl. 18:00 (sex) og myndina með Allt á hreinu, spennandi tónleikar í kirkjunni með Dröfn Ómarsdóttur, lengri opnunartíma í verslunarmiðstöðinni og svo grindvíska tónleikaveislu í Kvikunni og Mamma mía þar sem fjölmargt tónlistarfólk stígur á stokk. Dagskráin í dag er eftirfarandi: 

Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi Framsóknar.
Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Í menningarvikunni verða gestasöngvarar að syngja með nemendum í morgunsöngnum. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur - 5. bekkur.
Prjónagraff á skólalóðinni. Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra grunnatriði í prjóni. Nemendur hafa prjónað mislöng stykki sem eru saumuð saman og skreytt. Stykkin prýða ýmsa hluti á skólalóðinni, t.d kastalann, rólurnar og bekkina.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur - 7. bekkur í nátt-úrufræði setur upp veggspjöld um lífríkið í sjó og fugla. Hengt verður upp grásleppunet og veggspjöldin hengd á það,
einnig verða nemendur með flotgalla til sýnis. Sýningin verður á veggnum fyrir framan náttúrufræðistofuna. Verkefni frá öðrum nemendum verða til sýnis inni í raungreinastofunni.
Kl. 08:00-18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara.
Sýningin Látum verkin tala í anddyri skólans á Ásabraut. Sýningin verður opin á skólatíma. Sýnishorn verða af munum nemenda sem unnir hafa verið síðustu vikurnar í mynd- og textílmennt. Allir velkomnir.
Kl. 08:00-18:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
Salthúsið: Sýning á olíumálverkum Helgu Kristjánsdóttur listmálara. Opið á opnunartíma Salthússins.
Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00-18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri borgarar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 11:00-18:00 Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýning á kaffihúsinu Bryggjunni. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Kl. 13:00-16:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík.
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 14:00-18:00 Málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórs-höfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindavík í Menningarviku.
Kl. 18:00 (breytt tímasetning) Sjómannastofan Vör. Franskar sósa og salat. Myndin Með allt á hreinu á Sjómannastofunni Vör en þar var eitt atriði vinsælustu kvik-myndar Íslandssögunnar tekið upp.
Í tilefni af árshátíð Grinda-víkurbæjar 29. mars verður myndin sýnd á Vör til að hita upp fyrir árshátíðina.
Tilboð: Hamborgari, franskar sósa og salat á 1.000 kr.
Kl. 20:00 Tónleikarnir Komdu út með sjó í Grindavíkurkirkju. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum sönglögum sem fjalla um hið magnaða haf, bæði í gleði og sorg, ástríðu og harmi. Grindvíkingurinn Berta Dröfn Ómarsdóttir lauk Burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík í maí 2013. Kennarar hennar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson. Berta hefur á liðnum árum verið einsöngvari við ýmis hátíðleg tilefni. Sigurður Helgi Oddsson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og B.Mus. prófi í píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðum frá Berklee College of Music í Boston, Bandaríkjunum árið 2011. Hann hefur í gegnum tíðina leikið með hinum ýmsu sönghópum, söngvurum og hljóðfæraleikurum við hin margvíslegustu tækifæri ásamt því að vinna sem tónlistarmaður í leikhúsi og stjórna kórum.
Verslunarmiðstöðin: Lyfja, Betra Hár, Palóma og Skeifa verða með afsláttar- og tilboðsveislu föstudaginn 21. mars. Opið til kl. 21:00. Mikið um að vera. Ráðgjafar, kynningar, afslættir og margt fleira skemmtilegt.

GRINDVÍSK TÓNLEIKAVEISLA í Kvikunni og Mamma mía:
KL. 20:00-21:00 Músíkkokteilveisla í Kvikunni.
- Stúlknasveitin Thunderchiks's sem tók þátt í söngvakeppni félagsmiðstöðvanna fyrir hönd Þrumunnar í Grindavík og vakti þar mikla athygli. Sveitina skipa þær Elín Björg, Ísabel, Jasmín, Stephanie Júlía, Korlotta Sjöfn og Heiðrún Fjóla.
- Dúettinn Tommi rafvirki og hin landskunna Bríet Sunna úr Idol taka saman nokkur lög.
- Blúsbandið Wet Paper bag tekur nokkra þekkta blússlagara. Bandið skipa þau Sigríður María, Bjarni Kristinn, Einar Jón, Magnús og Páll.
- Kirkjukór Grindavíkur
syngur gospel lög og annað léttmeti undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.
Kl. 22:00 - 00:00 Tónleikar DúBilló og Brimróðurs á Mamma mía
- DúBilló skipa þeir Pálmar Örn Guðmundsson og Svanur Bjarki Úlafsson. Þeir ætla aðallega að spila sjómannalög. Þeir félagar hafa spilað við hin ýmsu tilefni og hafa vakið athygli fyrir skemmtilega framkomu og flottan flutning.
- Brimróður - Þessi grindvíska sveit sem er skipuð einvala liði grindvískra hljóðfæraleikara býður upp á fjölbreytta tónlist úr rokki, poppi og ýmsu fleira. Mikill kraftur einkennir sveitina sem hefur hefur fengið öflugan liðsstyrk og æft stíft upp á síðkastið.
Söngur: Tómas Guðmundsson. Gítar: Bjarni Kristinn Ólafsson. Gítar: Guðjón Sveinsson. Bassi: Kristinn Óskarsson. Hljómborð: Jóhann Vignir Gunnarsson. Trommur: Kári Guðmundsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!