Opiđ hús í fjölsmiđju síđastliđinn miđvikudag

  • Fréttir
  • 21. mars 2014
Opiđ hús í fjölsmiđju síđastliđinn miđvikudag

Gestum var boðið að líta við í fjölsmiðjunni á kennslutíma síðastliðin miðvikudag. Mæting var frekar dræm og hefði verið gaman að fá fleiri en það var voða kósí og boðið upp á vöfflur og tilheyrandi. Í fjölsmiðjuvali eru alls konar verkefni unnin og mjög vinsælt að fá að vasast í smiðjunni, rafsjóða, logsjóða og fleira í þeim dúr

Í vetur hafa nemendur unnið mósaíkverk saman, skapað karl úr gamalli tölvu og málmi, unnið að fallegum gripum, skartgripagerð og fleira. Nemendur eru allir í 9.-10. bekk í fjölsmiðjuvali en aðstaðan er einnig notuð fyrir nemendur í 7.-8. bekk sem fá að koma á styttri námskeið.
Skólinn er frekar vel tækjum búinn enda hafa hér verið starfsmenn í gegnum tíðina sem virkilega gerðu sér grein fyrir gildi þessara greina. Við í Grunnskóla Grindavíkur viljum gjarnan halda áfram að þróa þessa starfsemi og tökum glöð á móti fólki. Stundum hafa foreldrar eða gestir verið með og kennt eitthvað sem þeir hafa verið að gera. Þá er alltaf vinsælt að fara í vettvangsferðir til að kynna sér einhvers konar starfsemi í atvinnulífinu. Umsjónarmenn eru Rósa Signý Baldursdóttir og Benný Ósk Harðardóttir. Fjölsmiðjuval er á miðvikudögum kl. 14, næsta miðvikudag verður líka heitt á könnunni þannig að það er velkomið að líta við.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavík tapađi á Akureyri í 7 marka leik

Fréttir / 24. september 2018

Meistarar meistaranna keppa í Útsvari í vetur

Fréttir / 21. september 2018

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

Tónlistaskólafréttir / 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

Grunnskólafréttir / 18. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

Fréttir / 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

Grunnskólafréttir / 16. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni