Lofa frábćrum tónleikum
Lofa frábćrum tónleikum

Jónas Sig, Fjallabræður, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar blása til stórtónleika, í orðsins fyllstu merkingu, í íþróttahöllinni á laugardaginn kl. 20:30, húsið opnar kl. 19:30. Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyjar mun stýra sveitunum tveimur á tónleikana. „Þetta verða frábærir tónleikar, ég get alveg lofað því. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja höldum tónleikana í samstarfi við Þorlákshöfn þannig að það er mikið undir hjá okkur. Það er ótrúleg tilviljun að tónleikana skuli bera upp á 75 ára afmæli Lúðrasveitar Vestmanneyjum upp á dag ," sagði Jarl í samtali við heimasíðuna. 

Forsala miða fer fram í Aðal-braut (verð 3.900) og verða miðar seldir í forsölu fram að tónleikum.

Jafnframt verður miðasala á tónleikana í íþróttahúsinu í kvöld á leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar (miðasala á leikinn verður í hurðinni).

„Það eru á annan tug laga á lagalistanum en Jónas Sig er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og lag hans, Hafið er svart, var eitt það vinsælasta í fyrra. Platan hans, Þar sem himinn ber við, rokseldist en við munum líka taka eldri lög eftir hann. Hann kemur með hljómsveit með sér en allt í allt verða um 130 tónlistarmenn á sviðinu í einu því Fjallabræður bætast við en þeir hafa auðvitað slegið í gegn undanfarin misseri. Þessir fjórir aðilar hafa spilað sitt á hvað en aldrei allir saman á sömu tónleikunum, fyrr en núna," segir Jarl.

Íþróttasalurinn tekur um 750 manns og segir Jarl mikilvægt fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma."

Þið hafið væntanlega æft stíft undanfarið?

„Já við höfum gert það. Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur auðvitað spilað sjö sinnum áður með honum, fjórum sinnum í Reiðhöll Þorlákshafnar á útgáfutónleikum og var uppselt á þá alla. Auk þess komu sveitirnar tvívegis fram á Bræðslunni og svo á Landsmóti lúðrasveita og á þrettándanum í Eyjum. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja komum núna í hádeginu vegna verkfallsins á Herjólfi og æfum í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Svo verður bara talið í á laugardaginn og þetta verður mikil upplifun enda Jónas frábær tónlistarmaður, Fjallabræður engum líkir og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar tvær bestu lúðrasveitir landsins," sagði Jarl að lokum.

Hér má sjá upptöku frá tónleikum Jónasar Sig og Lúðrasveita Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á Þrettándagleðinni í Eyjum í janúar síðastliðinn.

 

Nýlegar fréttir

ţri. 12. des. 2017    Rashad Whack sendur heim
ţri. 12. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans héldu tónleika fyrir starfsfólk HS Orku
mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
miđ. 6. des. 2017    Eldvarnarátak í bođi LSS og Lions
miđ. 6. des. 2017    10. A sigurvegari í spurningakeppni unglingastigs
miđ. 6. des. 2017    Rafbókasafniđ er komiđ!
ţri. 5. des. 2017    Breyttur afgreiđslutími í jólafríi grunnskólans
ţri. 5. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés
mán. 4. des. 2017    Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
mán. 4. des. 2017    Stjörnuhópar leikskólanna heimsćkja fyrsta bekk
Grindavík.is fótur