Skemmtilegur fimmtudagur í Menningarviku

  • Fréttir
  • 20. mars 2014

Það er skemmtilegur fimmtudagur í Menningarviku með ýmsum viðburðum um allan bæ. Meðal annars er Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólanum, tónfundur tónlistarskólans og svo afar áhugaverðir tónleikar á Salthúsinu með Halli Ingólfssyni og Halldóri Lárussyni Bjæarlistamanni Grindavíkur 2014. Dagskráin í dag er eftirfarandi: 

Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Kristín María Birgisdóttir, bæjarfulltrúi Lista Grindvíkinga.

Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Í menningarvikunni verða gestasöngvarar að syngja með nemendum í morgunsöngnum. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur - 5. bekkur. Prjónagraff á skólalóðinni. Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra grunnatriði í prjóni. Nemendur hafa prjónað mislöng stykki sem eru saumuð saman og skreytt. Stykkin prýða ýmsa hluti á skólalóðinni, t.d kastalann, rólurnar og bekkina.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur -7. bekkur í náttúrufræði setur upp veggspjöld um lífríkið í sjó og fugla. Hengt verður upp grásleppunet og veggspjöldin hengd á það, einnig verða nemendur með flotgalla til sýnis. Sýningin verður á veggnum fyrir framan náttúrufræðistofuna. Verkefni frá öðrum nemendum verða til sýnis inni í raungreinastofunni.
Kl. 08:00-18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð -- Málverkasýning Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara. 
Kl. 08:00-18:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
Sýningin Látum verkin tala í anddyri skólans á Ásabraut. Sýningin er opin á skólatíma. Sýnishorn verða af munum 
nemenda sem unnir hafa verið síðustu vikurnar í mynd- og 
textílmennt. Allir velkomnir.
Salthúsið: Sýning á olíumálverkum Helgu Kristjánsdóttur listmálara. Opið á opnunartíma Salthússins.
Kl. 10:00 Kaffihúsið Bryggjan. Aðalgeir Jóhannsson les smásögu.
Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00-18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum 
hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri borgarar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 11:00-18:00 Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýning á kaffihúsinu Bryggjunni. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Kl. 13:00-16:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. 
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 14:00-18:00 Málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórs-höfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindavík í Menningar-viku.
Kl. 17:00 - Víðihlíð. Tónfundur tónlistarskólans. 
Kl. 17:00 Grunnskóli Grindavíkur - Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Grunnskóla Grindavíkur. Nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur, Stóru-Vogaskóla og Gerðaskóla í Garði etja kappi í upplestri. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Kl. 17:00-21:00 Sýning Sögu- og minjafélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. 
Kl. 21:00 Tónleikar á Salthúsinu. Ókeypis aðangur. Hallur Ingólfsson - Öræfi ásamt Halldóri Lárussyni, Bæjarlistamanni Grindavíkur 2014. Hallur Ingólfsson gaf út sóló-plötuna Öræfi í september síðastliðnum. Hallur hefur víða komið við og var m.a. í XIII og Ham, og leiðir nú rokksveitina Skepnu. Öræfi inniheldur 9 ósungin lög sem eru í senn dramatísk og hlaðin grimmri fegurð. Ókeypis aðgangur.Sum laganna eiga upptök sín að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir undanfarin ár. Á tónleikunum leikur Hallur á gítar og kemur fram með einvala hljóðfæraleikurum: Þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara.

Öræfi er fyrst og fremst óður til tónlistar; tónlistarinnar vegna. Tónlist án orða gefur okkur frelsi til að ferðast um okkar innri óbyggðir án þess að styðjast við rökvörður orðanna. Þá vill ferðin oft bera mann á ókunna og óspillta staði. Okkar innri Öræfi.
Öræfi komst í úrtak af útgáfum ársins sem tilnefndar voru til Norrænu tónlistarverðlaunanna og sást víða á árslistum ýmissa tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins. Þ.á.m. Ólafs Páls Gunnarssonar sem var með ýtarlega umfjöllun um Öræfi í Rokklandsþætti sínum á Rás 2, 15. desember síðastliðinn. 
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um Öræfi: "Öræfi Halls Ingólfssonar er óvenju glæsilegt verk þar sem allir þeir ólíku þættir sem byggt hafa undir listsköpun hans í gegnum tíðina mætast í einum og mjög svo áhrifaríkum skurðpunkti. Stemningin er bæði áleitin og ógnandi en öruggt flæðið bæði fallegt og höfugt. Öræfi er á 
vissan hátt leikur að andstæðum; rokkarinn er þarna en 
sömuleiðis tónskáldið sem leggur epísk - en aldrei yfirkeyrð - lóð á vogarskálarnar. Sannkallað þrekvirki."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir