Fundur nr. 38

  • Skipulags- og umhverfisnefnd
  • 19. mars 2014

38. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 17. mars 2014 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Einarsson aðalmaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir aðalmaður, Helgi Þór Guðmundsson aðalmaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Dagskrá:

1. 1402118 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Seltún í Krýsuvík
Hafnarfjarðarbær vinnur nú tillögu að deiliskipulagi fyrir Seltún í Krýsuvík unnin af Landmótun. Almennt um tillöguna: aðkoma að svæðinu er eftir Krýsuvíkurvegi (nr. 42), sem er tengivegur frá Hafnarfirði að Suðurstrandarvegi (nr. 427). Bílastæði við Seltún eru í dag samtals 30 auk tveggja rútustæða. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að endurbæta og nýta betur núverandi bílastæðasvæði þannig að innan þess verði 65 bílastæði. Lögð verður áhersla á aðgengi fyrir alla, m.a. með því að stígar verði skilgreindir með þjöppuðu malaryfirborði og nægilega breiðir fyrir hjólastóla. Við bílastæði og á útsýnispöllum skal koma fyrir upplýsingaskiltum þar sem fram kemur staðsetning gönguleiðir á svæðinu og upplýsingar um náttúru og sögu. Ennfremur umgengisreglur og aðvörunarorð. Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbygginu í Seltúni og gerir ekki athugasemdir.

2. 1403033 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigáma og tjald við Svíragarð
Jón Emil vék af fundi á meðan málið var tekið fyrir. Erindi frá Þorbirni hf., kt. 420369-0429. Í erindinu er óskað eftir stöðuleyfi fyrir 170 fm. tjaldi, 5 stk. 40 ft. gámum og 1. stk. 20 ft. gámi, samtals 323 fm., á Suðurgarði og landfyllingu þar við. Erindinu fylgir lýsing og teikningar. Tilgangur uppsetningarinnar er að gera flokkun og umskipun á frostnum afurðum skilvirkari. Vinna við deiliskipulag fyrir svæðið stendur yfir. Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að afla umsagnar Vinnueftirlits ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Málinu vísað til umsagnar hafnarstjórnar.

3. 1402016 - Umsókn um lóð Vörðusund 4
Erindi frá Staðarþurrkun ehf. kt.501013-0720. Í erindinu er óskað eftir lóð við Vörðusund 4 í Grindavík. Málinu frestað.

4. 1403044 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara, Brú Emerald slhf.
Erindi frá Brú Emerald ehf. kt. 671211-2000. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Suðurstrandavegi 427, norðan Fiskidalsfjalls og Húsafells, meðfram Hópsbraut og Grindavíkurvegi 43 og síðan með Nesvegi 425 að kapalstöð í Mölvík og þaðan aftur með Nesvegi að merkjum Reykjanesbæjar. Erindinu fylgir lýsing og yfirlitsmyndir unnar af verkfræðistofunni Mannvit dagsettar í október 2013. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar málinu og felur sviðsstjóra að boða forsvarsmenn Brú Emerald ehf. á næsta fund nefndarinnar.

5. 1403049 - Fyrirspurn um Bakka verbúð landnúmer 129130. Fnr. 209-2635
Fyrirspurn frá Georg Bjarna Bernhard kt. 180755-4629. Í fyrirspurninni er óskað eftir áliti nefndarinnar á breyttri skráningu á húsinu Bakki fnr.209-2635 landnúmer 129130 úr verbúð í íbúðarhús. Unnið er að deiliskipulagi á svæðinu og því getur nefndin ekki tekið afstöðu til erindisins að svo stöddu.

6. 1403050 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging við Hafnargötu 16
Erindi frá Vísi hf. kt. 701181-0779. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 83,3 fm. viðbyggingu við Hafnargötu 16. lnr. 1286683. Með viðbyggingunni verður nýrtingarhlutfall lóðar 0,67. Erindinu fylgja teikningar unnar af GÁG verk- og tækniráðgjöf dags. 12.03.2014. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

7. 1403088 - Ósk um leigu á Melhólsnámu í Grindavík
Erindi frá Jón og Margeir kt. 680807-2310. Í erindinu er óskað eftir að leigja Melhólsnámu til efnistöku á allt að 45.000 m3 af efni á tíu ára tímabili. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. Nefndin felur sviðstjóra að hefja undirbúning að útboði og kynna fyrir nefndina á næsta fundi nefndarinnar.

8. 1403093 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkunar lækningalindar við Blá Lónið lnr. 196226
Erindi frá Eldvörpum ehf. kt. 690498-2009. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi gistingu um 20 herbergi. Erindinu fylgja teikningar unnar af Basalt arkitektum dagsett 14.03.2014. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verði skilað inn til byggingarfulltrúa.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135