Orf líftækni hlýtur nýsköpunarverðlaun ársins 2008

  • Fréttir
  • 3. apríl 2008

ORF Líftækni hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2008, en það eru Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Útflutningsráð sem veita þessi verðlaun árlega. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi 28. febrúar s.l. en það kom í hlut heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að afhenda þau að þessu sinni.

ORF Líftækni var stofnað í árslok 2000 af frumkvöðlunum Birni Lárus Örvar, Einari Mäntylä og Júlíusi B Kristinssyni, ásamt RALA og þáverandi Iðntæknistofnun. Í árslok 2005 og á árinu 2006 komu svo að fyrirtækinu nýir fjárfestar sem gerðu fyrirtækinu kleyft að flýta enn frekar tækniþróun þess. ORF hefur skipað sér í fremstu röð í erfðatækni byggs. Orfeus? kerfi fyrirtækisins er nú eitt öflugasta og sérstæðasta kerfið í svokallaðri sameindaræktun, þ.e. framleiðslu sérvirkra proteina í plöntum. Afurðir fyrirtækisins eru ISOkine? vaxtarþættir fyrir stofnfrumurannsóknir, krabbameinsrannsóknir, vefjaverkfræði og rannsóknir í ónæmisfræði. Vaxtarþættir finnast m.a. í mannslíkamanum þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun fruma og sérhæfingu. Ennfremur eru margir vaxtarþættir notaðir í lyf eða í lyfjaþróun, og nýverið er farið að prófa notagildi þeirra í snyrtivörur. Kaupendur eru því vísindamenn, rannsóknarstofnanir, sjúkrahús, fyrirtæki í lyfjaþróun eða þróun snyrtivara. ORF hefur nú þegar kringum eitt hundrað mismunandi vaxtarþætti í framleiðsluferli sínu sem gerir ORF Líftækni að stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Nú þegar er ORF í samningum við leiðandi rannsóknarstofnanir í N-Ameríku á sviði ónæmisfræði og stofnfrumurannsókna um notkun ISOkine? vaxtarþátta í rannsóknum þeirra.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bæjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum að heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleðina með!