Fullt út úr dyrum á Grindavíkurkvöldi bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 19. mars 2014

Það var nánast fullt úr úr dyrum þegar Bókasafn Grindavíkur bauð upp á sitt árlega Grindavíkurkvöld í Kvikunni í gærkvöldi undir yfirskriftinni Grindavík „Got talent“. Boðið var upp á söng, kveðskap og gamanmál flutt af heimafólki.  Kjartan Fr. Adólfsson stýrði dagskránni með glæsibrag. Hér er myndasyrpa frá þessu skemmtilega kvöldi.

Myndirnar tók Guðfinna Magnúsdóttir.

Karlakór Grindavíkur tók nokkur lög undir stjórn Gróu kórstjóra við feikna góðar undirtektir.

Sæbjörg Vilmundardóttir fór með gamanmál en þess má geta að hún á sama afmælisdag og Grindavíkurbær.

Kynning var á Ljósmyndasafni Grindavíkur í hléinu frá því í kringum 1974!  

Bjarni Kristinn er efnilegur trúbador. Hann viðurkenndi að hann hefði stressast upp þegar hann nálgaðist Kvikuna og sá hversu margir bílar voru fyrir utan.

Svo mikil var aðsóknin að staðið var í tröppunum.

Bekkurinn var þétt setinn í Kvikunni.

Hluti af Bakkalábandinu tróð upp, miklir hæfileikar þar á ferð! Þessa mynd tók Eyjólfur Vilbergsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir