Magnađur miđvikudagur
Magnađur miđvikudagur

Miðvikudagurinn er þétt skipaður með glæsilegri dagskrá. Þar má nefna afar áhugaverða ráðstefnu í Kvikunni kl. 17:00, uppistand fyrir 7.-10. bekk (og foreldra) og fleiri úr sýningunni Unglingurinn, opnun sýningar, fjölsmiðju og svo árshátíð í grunnskólanum, sushi námskeið (örfá sæti laus) og svo sýningar út um allan bæ.


Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Í menningarvikunni verða gestasöngvarar að syngja með nemendum í morgunsöngnum. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur - 5. bekkur. Prjónagraff á skólalóðinni. Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra grunnatriði í prjóni. Nemendur hafa prjónað mislöng stykki sem eru saumuð saman og skreytt. Stykkin prýða ýmsa hluti á skólalóðinni, t.d kastalann, rólurnar og bekkina.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur -7. bekkur í náttúrufræði setur upp veggspjöld um lífríkið í sjó og fugla. Hengt verður upp grásleppunet og veggspjöldin hengd á það, 
einnig verða nemendur með flotgalla til sýnis. Sýningin verður á veggnum fyrir framan náttúrufræðistofuna. Verkefni frá öðrum nemendum verða til sýnis inni í raungreinastofunni.
Kl. 08:00-18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð -- Málverkasýning Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara. 
Kl. 08:00-18:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda 
Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
Kl. 13:00 Sýningin Látum verkin tala opnuð í anddyri skólans á Ásabraut. Sýningin verður opin á skólatíma fram til 21. mars. Sýnishorn verða af munum nemenda sem unnir hafa verið síðustu vikurnar í mynd- og textílmennt. Allir velkomnir.
Salthúsið: Sýningu á olíumálverkum Helgu Kristjánsdóttur listmálara. Opið á opnunartíma Salthússins.
Kl. 10:00 Kaffihúsið Bryggjan. Aðalgeir Jóhannsson les smásögu.
Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00-18:00 Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýning á kaffihúsinu Bryggjunni. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Kl. 11:00-18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri borg-arar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 13:00 og 15:00 Grunnskóli Grindavíkur: Árshátíð 4. - 6. bekkja á Ásabraut. Veitingar til sölu í hléi til fjáröflunar fyrir ferð í Skólabúðirnar á Reykjum sem farin verður á næsta skólaári.
Kl. 13:00-19:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. 
Kl. 14:00-15:30 Fjölsmiðjuval Grunnskóla Grindavíkur býður í heimsókn í aðstöðu sína á Skólabraut. Nemendur sýna nokkur verk sem unnin hafa verið á síðustu vikum og bjóða gestum að þiggja kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.
Kl. 14:00-18:00 Málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórs-höfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindaví.
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 17:00-19:00 Ráðstefna í Kvikunni. „Ábyrg nýting auðlinda - Grindavík gefur tóninn". Gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar á Íslandi eiga margt sameiginlegt, hvort sem um ræðir sjávarútveg, orkusölu, ferðaþjónustu eða skapandi greinar. Lykilinn að árang-ursríkri markaðssetningu þeirra felst í ábyrgri nýtingu takmarkaðra auðlinda. Þar þarf að ríma saman efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni. Óvíða má sjá jafngreinileg tækifæri til samvinnu þessara greina og í Grindavík og nágrenni. Í erindi sínu mun Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 fjalla um mögulega samvinnu atvinnugreinanna í markaðsmálum og síðan munu Pétur H. Pálsson forstjóri Vísis hf, Ásgeir Marteinsson forstjóri HS Orku, Arnar Már Arnþórsson sölu- og markaðsstjóri Bláa Lónsins og Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur ræða málin á pallborði, sem Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar stýrir.
Kl. 18:00 - 21:00 SUSHI námskeið með Erni Garðars frá Soho Catering í eldhúsi grunnskólans við Ásabraut. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í sushi gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Námskeiðið hefst kl. 18 og er í um 3 tíma. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5000 kr.
Kl. 19:00 Kaffihúsið Bryggjan. Meistaradeildin í knattspyrnu í beinni útsendingu. Seinni leikirnir í 16 liða úrslitum.
Kl. 20:00-21:00 Félagsmiðstöðin Þruman. Unglingurinn - Óli og Arnór sýna brot úr leikritinu Unglingurinn sem er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma. 
UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini. Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum! Eftir skemmtun verða umræður um hvernig leikrit verða til og hvernig sýningin var unnin.

Nýlegar fréttir

mán. 16. okt. 2017    Kynning og kaffi í Kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
mán. 16. okt. 2017    Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
mán. 16. okt. 2017    Stjörnuhópur frá Laut heimsćkir tónlistarskólan
mán. 16. okt. 2017    Max's Restaurant auglýsir eftir ţjónum
mán. 16. okt. 2017    Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Grindavík lagđi Hauka
fös. 13. okt. 2017    Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum
fim. 12. okt. 2017    Kynning og kaffi í kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
fim. 12. okt. 2017    Ađalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verđur 26. október
fim. 12. okt. 2017    Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
miđ. 11. okt. 2017    Reykjanesiđ frá A-Ö
miđ. 11. okt. 2017    Vilhjálmur Árnason rćđir Grindavíkurveg og stöđu mála
ţri. 10. okt. 2017    Lestrarátak á miđstigi
ţri. 10. okt. 2017    Alţingiskosningar laugardaginn 28. október 2017
ţri. 10. okt. 2017    Tveir meistarakokkar mćtast - Halla og Maggi Texas
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Ţór í háspennuleik
mán. 9. okt. 2017    Hvernig sćki ég um styrki? - Uppbyggingarsjóđur Suđurnesja
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Fjölni
mán. 9. okt. 2017    Vinir í bata - opinn fundur í kvöld
fös. 6. okt. 2017    Októberfest á Fish House um helgina
fös. 6. okt. 2017    Flottur útivistarhópur
fös. 6. okt. 2017    Leik Grindavíkur og Ţórs frestađ
fös. 6. okt. 2017    Járngerđur komin út
fim. 5. okt. 2017    Forvarnardagurinn í 9. bekk
Grindavík.is fótur