Magnađur miđvikudagur

  • Fréttir
  • 19. mars 2014

Miðvikudagurinn er þétt skipaður með glæsilegri dagskrá. Þar má nefna afar áhugaverða ráðstefnu í Kvikunni kl. 17:00, uppistand fyrir 7.-10. bekk (og foreldra) og fleiri úr sýningunni Unglingurinn, opnun sýningar, fjölsmiðju og svo árshátíð í grunnskólanum, sushi námskeið (örfá sæti laus) og svo sýningar út um allan bæ.


Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Í menningarvikunni verða gestasöngvarar að syngja með nemendum í morgunsöngnum. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur - 5. bekkur. Prjónagraff á skólalóðinni. Nemendur í 5. bekk hafa verið að læra grunnatriði í prjóni. Nemendur hafa prjónað mislöng stykki sem eru saumuð saman og skreytt. Stykkin prýða ýmsa hluti á skólalóðinni, t.d kastalann, rólurnar og bekkina.
Kl. 08:00-16:00 Grunnskóli Grindavíkur -7. bekkur í náttúrufræði setur upp veggspjöld um lífríkið í sjó og fugla. Hengt verður upp grásleppunet og veggspjöldin hengd á það, 
einnig verða nemendur með flotgalla til sýnis. Sýningin verður á veggnum fyrir framan náttúrufræðistofuna. Verkefni frá öðrum nemendum verða til sýnis inni í raungreinastofunni.
Kl. 08:00-18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð -- Málverkasýning Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara. 
Kl. 08:00-18:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda 
Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
Kl. 13:00 Sýningin Látum verkin tala opnuð í anddyri skólans á Ásabraut. Sýningin verður opin á skólatíma fram til 21. mars. Sýnishorn verða af munum nemenda sem unnir hafa verið síðustu vikurnar í mynd- og textílmennt. Allir velkomnir.
Salthúsið: Sýningu á olíumálverkum Helgu Kristjánsdóttur listmálara. Opið á opnunartíma Salthússins.
Kl. 10:00 Kaffihúsið Bryggjan. Aðalgeir Jóhannsson les smásögu.
Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00-18:00 Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýning á kaffihúsinu Bryggjunni. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Kl. 11:00-18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri borg-arar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 13:00 og 15:00 Grunnskóli Grindavíkur: Árshátíð 4. - 6. bekkja á Ásabraut. Veitingar til sölu í hléi til fjáröflunar fyrir ferð í Skólabúðirnar á Reykjum sem farin verður á næsta skólaári.
Kl. 13:00-19:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í Kvikunni. Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. 
Kl. 14:00-15:30 Fjölsmiðjuval Grunnskóla Grindavíkur býður í heimsókn í aðstöðu sína á Skólabraut. Nemendur sýna nokkur verk sem unnin hafa verið á síðustu vikum og bjóða gestum að þiggja kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.
Kl. 14:00-18:00 Málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórs-höfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindaví.
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 17:00-19:00 Ráðstefna í Kvikunni. „Ábyrg nýting auðlinda - Grindavík gefur tóninn". Gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar á Íslandi eiga margt sameiginlegt, hvort sem um ræðir sjávarútveg, orkusölu, ferðaþjónustu eða skapandi greinar. Lykilinn að árang-ursríkri markaðssetningu þeirra felst í ábyrgri nýtingu takmarkaðra auðlinda. Þar þarf að ríma saman efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni. Óvíða má sjá jafngreinileg tækifæri til samvinnu þessara greina og í Grindavík og nágrenni. Í erindi sínu mun Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 fjalla um mögulega samvinnu atvinnugreinanna í markaðsmálum og síðan munu Pétur H. Pálsson forstjóri Vísis hf, Ásgeir Marteinsson forstjóri HS Orku, Arnar Már Arnþórsson sölu- og markaðsstjóri Bláa Lónsins og Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur ræða málin á pallborði, sem Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar stýrir.
Kl. 18:00 - 21:00 SUSHI námskeið með Erni Garðars frá Soho Catering í eldhúsi grunnskólans við Ásabraut. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í sushi gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Námskeiðið hefst kl. 18 og er í um 3 tíma. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5000 kr.
Kl. 19:00 Kaffihúsið Bryggjan. Meistaradeildin í knattspyrnu í beinni útsendingu. Seinni leikirnir í 16 liða úrslitum.
Kl. 20:00-21:00 Félagsmiðstöðin Þruman. Unglingurinn - Óli og Arnór sýna brot úr leikritinu Unglingurinn sem er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma. 
UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini. Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum! Eftir skemmtun verða umræður um hvernig leikrit verða til og hvernig sýningin var unnin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!