Söngsveit Fílharmóníu međ stórtónleika í kirkjunni - Ókeypis ađgangur

  • Fréttir
  • 17. mars 2014

Söngsveitin Fílharmónía verður með tónleika í Grindavíkurkirkju Í KVÖLD mánudaginn 17. mars kl. 20:30. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS. Söngsveitin var stofnuð haustið 1959 til þess að flytja stærri verk með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Á starfstímanum hefur kórinn tekið þátt í flutningi flestra kórverka tónbókmenntanna og auk þess haldið sjáfstæða tónleika á hverju starfsári með valinkunnum flytjendum úr röðum íslensks tónlistarfólks. Meðal síðustu verkefna má nefna Carmina Burana eftir Carl Orff með Sinfóníuhljómsveit Íslands og vortónleika í Seltjarnarneskirkju og Reykholts-kirkju þar sem m.a. var flutt verkið Cloudburst eftir Eric Whittacre. Það verk var svo flutt á ný í Eldborgarsal Hörpu í október s.l. á fjölmennri kórahátíð.

Fílharmónía ásamt Ragnheiði Gröndal og hljómsveitinni Skuggamyndir frá Býzans flutti Klezmertónlist á árlegum hausttónleikum og aðventu- og jólatónleikar voru á sínum stað. Fílharmónía kemur víða fram á þessu vori, í Reykjavík, Grindavík, Sel-fossi, Siglufirði og Akureyri þar sem áhersla er lögð á að flytja efni sem kórinn mun flytja í kórakeppninni „Langollen International Musical Eisteddfod„ í Wales í júlí. Á efnisskránni eru nýleg kórverk íslenskra og erlendra tónskálda í bland við eldri kórverk. Kórinn skipa um 70 manns hverju sinni, frá 18 til 65 ára. Stjórnandi Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson, en hann hefur staðið í brúnni síðan 2006 og stýrt kórnum í fjölda verkefna á þeim tíma. Nákvæmt yfirlit yfir öll verkefni sem kórinn hefur tekið þátt í, sem og verkefni þessa starfsárs má finna á heimasíðu Fílharmóníu: 
www.filharmonia.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir