Fyrsti trommarinn sem er bćjarlistamađur

  • Menningarvika
  • 17. mars 2014
Fyrsti trommarinn sem er bćjarlistamađur

Setning Menningarviku var haldin með pompi og pragt síðasta laugardag í Grindavíkurkirkju. Setningin var með norrænu ívafi því tónlistaratriði voru frá Svíþjóð, Færeyjum og Grindavík. Þá var  Halldór Lárusson fyrsti bæjarlistamaður Grindavíkur, heiðraður en hann er fyrsti trommuleikarinn á Íslandi sem hlotnast slíkur heiður. Eftir setninguna var boðið upp á alþjóðlegt veisluhlaðborð. 

Hátíðleiki var yfir setningarhátíðinni sem tókst vel. Kynnir var Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.

Halldór Lárusson bæjarlistamaður með verðlaunagripinn sem fylgir nafnbótinni. Verðlaunagripinn smíðaði Anna Sigríður Sigurjónsdóttir 

Halldór Lárusson bæjarlistamaður tók trommusóló við athöfnina.

Nemendur og kennarar tónlistarskólans voru með rafmagnsgítaratriði.

Roger Norén og David Wahlén frá vinabænum Piteå í Svíþjóð tóku sænsk þjóðlög.

Gestir risu á fætur og hylltu Bæjarlistamann Grindavíkur 2014.

Færeyingurinn Stanley Samuelsen futti færeyska þjóðlagatónlist.

Kristín María Birgsdóttir formaður bæjarráðs ávarpaði samkomuna fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fulltrúar tónlistarskólans stóðu sig frábærlega vel.

Lovísa H. Larsen flutti ávarp fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar.

Afmælisterta frá Hérastubbi bakara smakkaðist vel.

Þessi ungi gestur var orðinn þreyttur undir lokin.

Alþjóðlegt veisluborð með mat frá Filippseyjum, Tælandi, Póllandi, Portúgal og Serbíu sem Haji kokkur á Salthúsinu hafði veg og vanda af ásamt Láka.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ