Verdi í kirkjunni - Hefur slegiđ í gegn í vetur

  • Fréttir
  • 16. mars 2014
Verdi í kirkjunni - Hefur slegiđ í gegn í vetur

Nú gefst Grindvíkingum tækifæri á að sjá "Verdi og aftur Verdi" sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur, Sýningin verður á dagskrá menningarviku Grindavíkur og fer fram í Grindavíkurkirkju Í DAG  sunnudaginn, 16. mars kl. 15:00 (þrjú). Tilefni sýningarinnar var 200 ára afmælisveisla tónskáldsins Verdis. Í sýningunni býður Verdi sjálfur (Randver Þorláksson) áheyrendum til afmælisveislu og rifjar um leið upp hitt og þetta frá ævi sinni á milli þess sem flutt eru atriði úr verkum skáldsins. 

Sveinn Einarsson leikstýrir sýningunni og Antonia Hevesi bregður sér í gervi hljómsveitarinnar með aðstoð flygilsins. Söngvarar eru þau: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran, Egill Árni Pálsson, tenór, Erla Björg Káradóttir, sópran, Hörn Hrafnsdóttir, mezzó-sópran, Rósalind Gísladóttir, sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzó sópran, og Valdimar Hilmarsson, baritón. Gestasöngvari er Jóhann Smári Sævarsson bassi.

Úr gagnrýni í Fréttablaðinu:
„Hver söngvarinn var öðrum betri. Túlkunin var litrík og kraftmikil, raddirnar ótrúlega fagrar."
„Randver Þorláksson lék tónskáldið, sem kynnti hvert atriði og sagði frá ævi sinni í leiðinni. Áheyrendur sem þekktu lítið til ævi Verdis fengu þannig heilmikinn fróðleik með himneskum söngnum. Randver var afslappaður, dálítið þreytulegur. Líkt og Verdi væri þarna sjálfur kominn, saddur lífdaga að segja frá öllu sem hann hafði gert."
„Píanóleikurinn var lifandi og safaríkur, svo mjög að það var nánast eins og heil hljómsveit væri að spila. Antonía hefur greinilega æft söngvarana vel. Samsöngsatriðin voru ákaflega vönduð og í góðu jafnvægi. Fyrir utan það hvað flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Óhætt að segja að þetta hafi verið einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins."

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ