Fjölbreytt dagskrá Menningarviku á sunnudegi

  • Fréttir
  • 16. mars 2014

Það er aldeilis glæsileg dagskrá Menningarviku í dag. Þar má nefna stórtónleika í kirkjunni, tvær gönguferðir, sýningar víða um bæinn, fyrirlestur um húmor í Kvikunni og Gunnar Þórðarson á Bryggjunni. Dagskrá SUNNUDAGSINS er eftirfarandi: 

Kl. 10:00-22:00 Aðal-Braut. Sýning á prjónuðum dúkkufötum.
Kl. 11:00-17:00 Safnahelgi á Suðurnesjum. Í tilefni Safnahelgar
á Suðurnesjum er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Allir
velkomnir á opnunartíma.
Kl. 11:00-17:00 Sýning Minja og sögufélags Grindavíkur í
Kvikunni.
Til sýnis verða ýmsir munir úr sögu Grindavíkur sem
koma víða að. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við
aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík.
Kl. 11:00 Gönguferð um Arnarseturshraun. Mæting við
bílastæðið á Gíghæð, nánar tiltekið við hellinn Dolluna við
Grindavíkurveg. Gengið verður yfir Grindavíkurveg að fallegum
hleðslum sem þjónuðu vegavinnumönnum við gerð Grindavíkurvegarins
á árunum 1913 - 1918. Sagt verður frá upphafi og
gerð vegarins sem var unninn af hestum og mönnum, aðallega
með handaflið að vopni. Gengið verður um Arnarseturshraun sem
rann um árið 1226 og er því nýjasta hraunið sem runnið hefur á
landi á Reykjanesskaga, hraunið er slétt og mosavaxið og því
auðvelt yfirferðar. Gönguferðin tekur u.þ.b 1 - 2 klst og stjórnast af
veðri. Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir.
Kl. 12:00-16:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning
Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara.
Kl. 12:00-16:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á uglunum
hennar Viktoríu Róbertsdóttur, kennara, sem hún er búin að safna
í fjölda ára. Einnig verða sýnishorn af postulíni sem heldri
borgarar okkar hafa málað svo listilega vel á.
Kl. 12:00-16:00. Verslunarmiðstöðin (húsnæði gamla
Sparisjóðsins). Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur sýna
verk nemenda sinna:
Skúlptúrasýning nemenda Heilsuleikskólans Króks.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut.
Kl. 13:00-15:00 Aðal-braut. Skottsala á planinu frá 13:00-15:00
Ef veður leyfir.
Komdu með dót úr geymslunni og seldu það úr skottinu þínu. Allir
velkomnir meðan pláss leyfir.
Kl. 13:00-17:00 Opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur
listmálara að Vörðusundi 1. Hún er einnig með sýningu á
olíumálverkum alla menningarvikuna í Salthúsinu. Opið
samkvæmt opnunartíma. Verið velkomin.
Kl. 14:00 - 15:00 Hvað á á gera við afa?
Umfjöllun um hlátur, húmor og tengsl
við samfélagið í KVIKUNNI.
Kristín
Einarsdóttir þjóðfræðingur flytur fyrirlestur
um húmor og tengsl við samfélagið. Hún
ræðir t.d. fræg hlátursköst, húmor og
hörmungar og bannaðan húmor. Allir
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Kl. 14:00-17:00 Málverkasýning Sossu
Björnsdóttur og Birgit
Kirke frá Færeyjum í
Veiðafæragerðinni,
Ægisgötu 3.

Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna
sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á
ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú
lýkur þessu samstarfi í Grindavík á menningardögum.
Kl. 14:00-17:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu. Berta
Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra
Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín
í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut.
Kl. 15:00 Tónleikar í Grindavíkurkirkju. Verdi og aftur Verdi.
Sýning sem hefur slegið í gegn í vetur og fékk 5 stjörnur í
Fréttablaðinu.

Tilefni sýningarinnar var 200 ára afmælisveisla tónskáldsins
Verdis. Í sýningunni býður Verdi sjálfur (Randver
Þorláksson) áheyrendum til afmælisveislu og rifjar um leið upp hitt
og þetta frá ævi sinni á milli þess sem flutt eru atriði úr verkum
skáldsins. Sveinn Einarsson leikstýrir sýningunni og Antonia
Hevesi bregður sér í gervi hljómsveitarinnar með aðstoð flygilsins.

Okkar fallega Grindavík. Ljósmyndasýning á kaffihúsinu
Bryggjunni
. Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur
Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar
sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin
misseri. Myndirnar eru á striga og eru viðfangsefnin margvísleg
eins og náttúran, mannlífið, dýralífið, bryggjan o.fl.
Minja- og myndasýning Þorbjarnar hf. í gömlu fiskmóttökulúgunum
við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna
Kl. 16:00-18:00 Húsin í gamla hverfinu. Gönguferð
með leiðsögn. Sigurður Ágústssonar fyrrverandi
yfirlögregluþjónn stiklar á stóru í sögu húsa í gamla
hverfinu í Grindavík en hann hefur unnið samantekt
um sögu þeirra. Mæting við lögreglustöðina við Víkurbraut.
Kl. 16:00-21:00 Ljósmyndasýning í Framsóknarhúsinu.
,,SKEPNA og SKRÚÐI".
Vigdís H Viggósdóttir (Viddý) og Eygló
Gísladóttir eru með samsýningu í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut
27. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá Ljósmyndaskólanum.
Vigdís sýnir bókverkið ,,Skepna" ásamt upp prentuðum myndum
Eygló sýnir nýstárlegar portrait myndir.
Lífið er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og
Kvikunnar. Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn í Grindavík
2014.
19:30-20:30 Stangaveiðifélag Grindavíkur með flugukastnámskeið
í fjölnota íþróttahúsinu, Hópinu. Góðir gestir mæta og
leiðbeina. Allir velkomnir.
Ekkert gjald er fyrir námskeiðið og börn og
unglingar eru sérstaklega velkomnin.
Kl. 21:00 Kaffihúsið Bryggjan - Gunnar
Þórðarson úr Hljómum með tónleika.

Gunnar hefur áður haldið tónleika á Bryggjunni við
frábærar undirtektir. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir