Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn
Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn

Þriðjudaginn 11. mars kom sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn til Grindavíkur. Sendinefndin kom til Íslands til að leita tækifæra í viðskiptum og samskiptum í kjölfar þess að Icelandair hóf áætlunarflug til Edmonton í Alberta.
Ferðin var skipulögð af Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi og fylgdi hann hópnum. Sendinefndin samanstóð af fulltrúum úr viðskiptaráði Edmonton, fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja og fjölmiðlafólki. 

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum í Kvikunni og kynnti Auðlindastefnu Grindavíkur og þau verkefni sem unnin eru á grunni þeirrar stefnumörkunar. Hann lagði mesta áherslu á sjávarútveg, ferðaþjónustu og jarðvarma. Gestirnir voru afar hrifnir af vinnu við frekari fullvinnslu sjávarafurða á vegum Codlands og stefnumörkun í ferðaþjónustu undir merkjum Reykjanes Geopark. Alberta er landlukið svæði og höfðu sendifulltrúarnir mikinn áhuga á viðskiptum við Grindvíkinga með sjávarafurðir. 

Eftir kynnisferð um Grindavík og Reykjanes Geopark var haldið í Eldborg í Svartsengi þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hélt erindi, auk þess sem Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku hf. kynnti fyrirtækið og auðlindagarðinn sem hefur spunnist í kringum orkuverin. Að lokum hélt hópurinn í Bláa lónið. 

,,Heimsókn alþjóðlegrar sendinefndar er mikil viðurkenning á því hvað atvinnulíf í Grindavík er öflugt. Hingað er hægt að koma og upplifa það besta í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og jarðvarma á landinu, og þó víðar væri leitað." sagði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Nýlegar fréttir

mán. 16. okt. 2017    Kynning og kaffi í Kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
mán. 16. okt. 2017    Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
mán. 16. okt. 2017    Stjörnuhópur frá Laut heimsćkir tónlistarskólan
mán. 16. okt. 2017    Max's Restaurant auglýsir eftir ţjónum
mán. 16. okt. 2017    Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík
mán. 16. okt. 2017    Grindavík lagđi Hauka
fös. 13. okt. 2017    Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum
fim. 12. okt. 2017    Kynning og kaffi í kvikunni á afmćlisdegi Guđbergs Bergssonar
fim. 12. okt. 2017    Ađalfundur Hestamannafélagsins Brimfaxa verđur 26. október
fim. 12. okt. 2017    Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út
miđ. 11. okt. 2017    Reykjanesiđ frá A-Ö
miđ. 11. okt. 2017    Vilhjálmur Árnason rćđir Grindavíkurveg og stöđu mála
ţri. 10. okt. 2017    Lestrarátak á miđstigi
ţri. 10. okt. 2017    Alţingiskosningar laugardaginn 28. október 2017
ţri. 10. okt. 2017    Tveir meistarakokkar mćtast - Halla og Maggi Texas
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Ţór í háspennuleik
mán. 9. okt. 2017    Hvernig sćki ég um styrki? - Uppbyggingarsjóđur Suđurnesja
mán. 9. okt. 2017    Grindavík lagđi Fjölni
mán. 9. okt. 2017    Vinir í bata - opinn fundur í kvöld
fös. 6. okt. 2017    Októberfest á Fish House um helgina
fös. 6. okt. 2017    Flottur útivistarhópur
fös. 6. okt. 2017    Leik Grindavíkur og Ţórs frestađ
fös. 6. okt. 2017    Járngerđur komin út
fim. 5. okt. 2017    Forvarnardagurinn í 9. bekk
Grindavík.is fótur