Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn
Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn

Þriðjudaginn 11. mars kom sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn til Grindavíkur. Sendinefndin kom til Íslands til að leita tækifæra í viðskiptum og samskiptum í kjölfar þess að Icelandair hóf áætlunarflug til Edmonton í Alberta.
Ferðin var skipulögð af Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi og fylgdi hann hópnum. Sendinefndin samanstóð af fulltrúum úr viðskiptaráði Edmonton, fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja og fjölmiðlafólki. 

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum í Kvikunni og kynnti Auðlindastefnu Grindavíkur og þau verkefni sem unnin eru á grunni þeirrar stefnumörkunar. Hann lagði mesta áherslu á sjávarútveg, ferðaþjónustu og jarðvarma. Gestirnir voru afar hrifnir af vinnu við frekari fullvinnslu sjávarafurða á vegum Codlands og stefnumörkun í ferðaþjónustu undir merkjum Reykjanes Geopark. Alberta er landlukið svæði og höfðu sendifulltrúarnir mikinn áhuga á viðskiptum við Grindvíkinga með sjávarafurðir. 

Eftir kynnisferð um Grindavík og Reykjanes Geopark var haldið í Eldborg í Svartsengi þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hélt erindi, auk þess sem Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku hf. kynnti fyrirtækið og auðlindagarðinn sem hefur spunnist í kringum orkuverin. Að lokum hélt hópurinn í Bláa lónið. 

,,Heimsókn alþjóðlegrar sendinefndar er mikil viðurkenning á því hvað atvinnulíf í Grindavík er öflugt. Hingað er hægt að koma og upplifa það besta í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og jarðvarma á landinu, og þó víðar væri leitað." sagði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Nýlegar fréttir

ţri. 12. des. 2017    Rashad Whack sendur heim
ţri. 12. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans héldu tónleika fyrir starfsfólk HS Orku
mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
miđ. 6. des. 2017    Eldvarnarátak í bođi LSS og Lions
miđ. 6. des. 2017    10. A sigurvegari í spurningakeppni unglingastigs
miđ. 6. des. 2017    Rafbókasafniđ er komiđ!
ţri. 5. des. 2017    Breyttur afgreiđslutími í jólafríi grunnskólans
ţri. 5. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés
mán. 4. des. 2017    Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
mán. 4. des. 2017    Stjörnuhópar leikskólanna heimsćkja fyrsta bekk
Grindavík.is fótur