Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn

  • Fréttir
  • 15. mars 2014
Sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn

Þriðjudaginn 11. mars kom sendinefnd frá Alberta í Kanada í heimsókn til Grindavíkur. Sendinefndin kom til Íslands til að leita tækifæra í viðskiptum og samskiptum í kjölfar þess að Icelandair hóf áætlunarflug til Edmonton í Alberta.
Ferðin var skipulögð af Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi og fylgdi hann hópnum. Sendinefndin samanstóð af fulltrúum úr viðskiptaráði Edmonton, fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja og fjölmiðlafólki. 

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum í Kvikunni og kynnti Auðlindastefnu Grindavíkur og þau verkefni sem unnin eru á grunni þeirrar stefnumörkunar. Hann lagði mesta áherslu á sjávarútveg, ferðaþjónustu og jarðvarma. Gestirnir voru afar hrifnir af vinnu við frekari fullvinnslu sjávarafurða á vegum Codlands og stefnumörkun í ferðaþjónustu undir merkjum Reykjanes Geopark. Alberta er landlukið svæði og höfðu sendifulltrúarnir mikinn áhuga á viðskiptum við Grindvíkinga með sjávarafurðir. 

Eftir kynnisferð um Grindavík og Reykjanes Geopark var haldið í Eldborg í Svartsengi þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hélt erindi, auk þess sem Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku hf. kynnti fyrirtækið og auðlindagarðinn sem hefur spunnist í kringum orkuverin. Að lokum hélt hópurinn í Bláa lónið. 

,,Heimsókn alþjóðlegrar sendinefndar er mikil viðurkenning á því hvað atvinnulíf í Grindavík er öflugt. Hingað er hægt að koma og upplifa það besta í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og jarðvarma á landinu, og þó víðar væri leitað." sagði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ