Glćsilegar sýningar í upphafi Menningarviku

  • Fréttir
  • 15. mars 2014

Menningarvikan hófst í dag með tveimur skemmtilegum viðburðum. Leikskólarnir Laut og Krókur opnuðu glæsilega sýningu í verslunarmiðstöðinni og Vigdís H Viggósdóttir (Viddý) og Eygló Gísladóttir eru með samsýningu í Framsóknarhúsinu. Formleg setning Menningarvikunnar er á morgun, laugardag. 

Við opnun sýningarinnar hjá leikskólunum sungu krakkarnir við opnunina. Á veggjunum voru skemmtilegar ljósmyndir og skúlptúrar á borði og á gólfi. Þá var myndasýning með myndvarpa sem krakkarnir horfðu á þar sem þau sátu á púðum og tónlistartré þar sem hægt var að spila á allskonar dollur, lok, geisladiska o.fl. Sýningin er opin alla helgina.

Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.

Ljósmyndasýning Vigdísar og Eyglóar hefur vakið mikla athygli enda frábærir ljósmyndarar þarna á ferð. Vigdís sýnir bókverkið ,,Skepna" ásamt upp prentuðum myndum úr henni. Móðir jörð er í aðalhlutverki, form sem minna á mannlega tilvist og tengist sköpun. Líkami gegn landslagi, holdlegar líkingar, losti, getnaður og fæðing. Eygló sýnir nýstárlegar portrait myndir. Tískuskrúða, þar sem hún fléttar saman á skemmtiegan hátt náttúruelementumvið tískuportrait. Þetta eru þrívíðar, svart-hvítar klippimyndir. Sýningin er opin alla helgina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir