Mjög ánćgđ međ foreldrafćrninámskeiđiđ
Mjög ánćgđ međ foreldrafćrninámskeiđiđ

Að undanförnu hefur Grindavíkurbær undirbúið afar áhugavert verkefni í forvarnarmálum sem nefnist Foreldrafærni.
Markmiðið er að bæta hegðun og samskipti barna og efla foreldra í hlutverki sínu. Lagt er upp með ákveðinn grunn sem felst í að bjóða foreldrum upp á námskeið um uppeldi barna helst á meðan börn eru á leikskólaaldri. Það er námskeiðið, uppeldi til ábyrgðar - færni til framtíðar.

Grindavíkurbær hefur menntað kennara á Króki og á skólaskrifstofu til að sinna námskeiðahaldi. Þar ofan á bætist við önnur almenn þjónusta sem felur í sér stuðning við fjölskyldur í gegnum leik- og grunnskóla. Efni námskeiðsins byggir á bókinni Uppeldisbókin - að byggja upp færni til framtíðar.

Sveinn Þór Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Telmu Ýr Sigurðardóttur á eitt af þessum námskeiðum og líkaði vel.
„Okkur líkaði námskeiðið mjög vel. Það var alveg helling af hlutum sem að maður tók af námskeiðinu með sér í foreldrahlutverkið. Svo fékk maður líka þessi fínu gögn með heim, glærur og bók sem hægt er að kíkja í."

- Hvernig fréttuð þið af námskeiðinu? Finnst ykkur þau vera nógu vel kynnt?
„Við sáum það auglýst upp á leikskóla, fengum tölvupóst um það og sáum það auglýst á heimasíðu bæjarins. Þannig að já það hefði ekki átt að fara framhjá mörgum. Þrátt fyrir þessa miklu kynningu er vert að minnast á hversu sorglega fáir hafa sótt námskeiðið og hversu illa gengur að fá fólk á það."

- Fannst ykkur námskeiðið dýrt?
„Nei það kostaði eitthvað lítið. Að mig minnir 3.000 krónur á parið. Innifalið í því eru öll gögnin og bókin. Þannig að maður er í raun að greiða fyrir það. Þetta er enginn peningur."

- Er þetta eitthvað sem þið mynduð mæla með fyrir alla foreldra?
„Já ekki spurning. Maður getur alltaf gert betur í því sem að maður er að gera."

Næsta námskeið hefst 18. mars og er alls fjögur kvöld: Þriðjudaginn 18. mars
Fimmtudaginn 27. mars
Miðvikudaginn 2. apríl
Þriðjudaginn 8. apríl 

Nánari upplýsingar og skráning í síma 420 1116 eða á netfangið ragnhildur@grindavik.is

Nýlegar fréttir

ţri. 12. des. 2017    Rashad Whack sendur heim
ţri. 12. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans héldu tónleika fyrir starfsfólk HS Orku
mán. 11. des. 2017    Jazzkvartenn Önnu Grétu á Bryggjunni á miđvikudaginn
mán. 11. des. 2017    0,93% atvinnuleysi í Grindavík
mán. 11. des. 2017    Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden
mán. 11. des. 2017    Ţakkir til Grindvíkinga frá ađstandendum Guđmundar Atla
sun. 10. des. 2017    Ađventustund í kirkjunni klukkan 18:00
fös. 8. des. 2017    Stendur ţú fyrir viđburđi í desember? Láttu okkur vita!
fös. 8. des. 2017    Ćskulýđsbikar Landsambands Hestamanna til Brimfaxa
fös. 8. des. 2017    Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni
fös. 8. des. 2017    Líf og fjör á Fjörugum föstudegi
fös. 8. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans halda hátíđlega jólatónleika 9. desember
fim. 7. des. 2017    Hver er Grindvíkingur ársins 2017? Tilnefningar óskast
fim. 7. des. 2017    Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry
fim. 7. des. 2017    Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!
fim. 7. des. 2017    Ađventu- og fjölskyldustund í kirkjunni á sunnudaginn
fim. 7. des. 2017    Elena og María Sól áfram í Grindavík
miđ. 6. des. 2017    6. A sigurvegari í spurningakeppni miđstigs
miđ. 6. des. 2017    Eldvarnarátak í bođi LSS og Lions
miđ. 6. des. 2017    10. A sigurvegari í spurningakeppni unglingastigs
miđ. 6. des. 2017    Rafbókasafniđ er komiđ!
ţri. 5. des. 2017    Breyttur afgreiđslutími í jólafríi grunnskólans
ţri. 5. des. 2017    Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés
mán. 4. des. 2017    Slysavarnakonur gefa endurskinsmerki
mán. 4. des. 2017    Stjörnuhópar leikskólanna heimsćkja fyrsta bekk
Grindavík.is fótur