Árshátíđ Grindavíkurbćjar 2014

  • Fréttir
  • 26. febrúar 2014

Árshátíð Grindavíkurbæjar verður haldin í Lava-veislusal Bláa Lónsins laugardaginn 29. mars nk. Þema árshátíðarinnar í ár er sótt í söngva- og gleðimyndina MEÐ ALLT Á HREINU sem kom út 1982. Um 120 þúsund manns fóru í bíó til að fylgjast með ævintýrum Stuðmanna og Grýlanna. Skráningafrestur er til 14. mars nk. Skráningablöð hafa verið sett upp í stofnunum bæjarins.

Dagskrá:

• Veislustjóri: Valgeir Guðjónsson Stuðmaður. 
• 19:00 Húsið opnar
• 19:40 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
• 19:45 Skemmtinefndin - Franskar, sósa og salat.
• 19:50 Borðhald hefst
Matseðill: 
Smáréttir á glerplöttum
Grilluð nautalund og stökksteikt nautabrjóst, sveppa og kartöflupressa, rótargrænmeti, rauðvínssósa.
Créme brûlée "grand marnier", eplakaka, appelsínusorbet, kanill

• Starfsaldursviðurkenningar afhentar.
• Söng- og hæfleikakeppnin Með allt á hreinu þar sem stofnanir Grindavíkurbæjar fara á kostum. 
• Á undan hverjum flutningi er birt myndband þar sem keppendur verða kynntir til leiks.
• Jakob Frímanns eftirhermukeppni.
• Úrslit tilkynnt.
• Tilkynnt hvaða stofnun sér um næstu árshátíð.
• Ball með Rokkabillýbandinu og Matta Matt.

Árshátíðarnefndina í ár skipa: Ásrún, Kristín Mogensen, María Eir og Þorsteinn Gunnars.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir