Tilkynning frá stelpum í stelpuvali

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2014

Í tilefni söfnunarinnar Öll í einn hring fyrir Barnaspítala Hringsins hafa stelpur sem eru í vali í stelputímum ákveðið að boða til gleðistundar í Grunnskólanum við Ásabraut í dag, þriðjudaginn 25. febrúar.  

„Þegar ég heyrði af átakinu fannst mér spennandi að segja stelpunum frá þessu og varpaði þeirri spurningu fram hvort að við vildum ekki taka þátt", segir Benný Ósk Harðardóttir kennari.  Stelpurnar voru mjög spenntar fyrir því og margar hugmyndir voru settar fram.  Lokaniðurstaðan  er sú að hafa skemmtilega samverustund í skólanum þar sem við bjóðum gestum til okkar og segjum þeim aðeins frá hvað við erum búnar að vera að gera í stelputímum.  Við ætlum að hafa kaffihúsastemmingu og  bjóða upp á kaffi veitingar, vera með söngatriði, segja brandara og bjóða upp á smá dekur sem við höfum lært í tímunum af sérfræðingum sem hafa heimsótt okkur.  Stelpurnar ætla að bjóða uppá naglalökkun, herða- og baknudd gegn frjálsu framlagi gesta.

Framlagið þarf alls ekki að vera mikið, því margt smátt gerir eitt stórt og mun framlagið fara óskert til söfnunarinnar.  Aðalatriðið er að eiga notalega stund með stelpunum og sýna samhug í verki.  Við hvetjum ykkur til að mæta og bjóða jafnvel einhverjum gesti með.  Mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, systur ofl velkomnir.

Gleðistundin byrjar klukkan 13:00-14:30.  Við verðum í stofu 226 út í enda á Ásabrautinni, (stofa 6.P

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun