Upphitun á Ölveri fyrir bikarúrslitaleikinn

  • Fréttir
  • 21. febrúar 2014

Upphitun Grindvíkinga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍR í Laugardalshöll á morgun kl. 16:00 verður á Ölveri og hefst hún kl. 13:30. Boðið verður upp á andlitsmálun. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta og stilla saman strengi sína. 

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur vann 2003 og 2004 sem leikmaður Keflavíkur og sem þjálfari þegar hann stýrði liði Njarvíkur kvenna sem unnu árið 2012. Ómar Örn Sævarsson lék með ÍR 2007 og varð bikarmeistari það árið og því skemmtileg tilviljun að mótherjar hans í ár sé hans gamla félag. Þorleifur Ólafsson var í sigurliði Grindavíkur 2006 og Jóhann Árni Ólafsson varð bikarmeistari með Njarðvík 2005.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál