Fyrirkomulag dagforeldraţjónustu

  • Fréttir
  • 13. febrúar 2014

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu félagsmálanefndar að heimilaðar verði niðurgreiðslur til foreldra barna með lögheimili í Grindavík sem kaupa þjónustu dagforeldra í öðrum sveitarfélögum. Það er mat nefndarinnar að slík tilvik verði fátíð og komi ekki til nema aðstæður foreldra krefjist þess. Útgjaldauki mun rúmast innan þeirra fjárheimilda sem nú þegar eru ákveðnar í niðurgreiðslu til dagforeldra.

Þá var samþykkt að gerðir verði þjónustusamningar við dagforeldra í Grindavík þar sem kveðið verði á um ábyrgð og skyldur dagforeldra annars vegar og Grindavíkurbæjar hins vegar, þjónustustig, stuðning Grindavíkurbæjar við þjónustuna og önnur þau atriði sem máli skipta.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur leikskólafulltrúa að gera tillögu að þjónustusamningi og leggja fyrir bæjarráð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir