Rafmagnslaus dagur á Króki

  • Fréttir
  • 6. febrúar 2014

Rafmagnslaus dagur var haldinn í leikskólanum þriðjudaginn 21. janúar síðastliðinn. Á heimasíðu skólans segir: „Síðasta vetur héldum við rafmagnslausan dag 12. október. Þá fannst okkur vera frekar bjart í veðri þannig að í ár ákváðum við að tengja daginn við þorrann og gamla tímann.

Við höfum verið að kynna fyrir börnunum gamla muni og ræða um hvernig búskapur var í gamla daga svo rafmagnslaus dagur er góð tenging við gamla tímann. Það var mjög notalegt hjá okkur þennan dag þar sem kertaljós tóku á móti öllum í leikskólanum. Börnin fengu kornflex í morgunmat, því ekki var hægt að kveikja á eldavélinni til þess að gera hafragrautinn. Við reyndum að hafa uppvask í lágmarki þennan dag. Allar deildir ræddu við börnin um tilgang rafmagns og hvaða hlutir ganga fyrir rafmagni. Í borðleikjum léku börnin sér með efnivið eins og tíðkaðist í gamla daga, bein, skeljar og steina.

Við lásum af mælunum í þrjá daga. 15. janúar mældum við í lok og byrjun dags . Þennan dag var þurrkarinn bilaður og þvottavélin lítið sem ekkert notuð, notuð voru 85 kw yfir þennan dag. Tókum aftur stöðu á mælum 17. janúar og þá var allt í gangi þá notuðum við 97 kw yfir daginn. Sjálfan rafmagnslausa daginn notuðum við 23 kw yfir daginn. Miðað við venjulegan dag þá spöruðum við 74 kw á rafmagnslausa deginum.

Markmið með þessum degi er að við gerum okkur grein fyrir hvað rafmagnið gerir fyrir okkur og hvað breytist ef við höfum ekkert rafmagn. Við skorum á aðrar stofnanir og fyrirtæki sem geta að draga úr notkun rafmagns eins og kostur er. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir kostnaði og nýtingu rafmagns og þeirri staðreynd að það er mikilvægt að fara vel með orkulindir fyrir komandi kynslóðir."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir