Falliđ frá hćkkunum á matarkostnađi

  • Fréttir fyrir foreldra
  • 3. febrúar 2014

Áskoranir ASÍ og SA til sveitarfélaga varðandi gjaldskrárhækkanir voru lagðar fram í bæjarstjórn Grindavíkur. Bæjarráð hefur fjallað um áskoranirnar og vakið athygli á því að Grindavíkurbær hefur lækkað útsvar niður 13,99% sem kemur öllum launþegum vel og eykur kaupmátt. Gjaldskrárhækkunum var stillt í hóf og eru gjaldskrár almennt lágar í Grindavík. Tímagjöld í leikskóla eru til dæmis óbreytt á milli ára og niðurgreiðsla til foreldra vegna dagforeldraþjónustu var aukin um 30%.

Unnið er að breytingum á afsláttarkjörum milli dagvistunarúrræða sem munu koma barnmörgum fjölskyldum vel. Auk þess hafa verið gerðar breytingar á viðmiðum vegna afslátta af fasteignasköttum sem munu koma tekjulágum öryrkjum og eldri borgurum vel.

Bæjarstjórn samþykkti að falla frá hækkunum á matarkostnaði í leikskólum og að hækka ekki greiðsluþátttöku foreldra í matarkostnaði barna í grunnskólanum, úr 60% í 65%.

Tekjutap Grindavíkurbæjar vegna þessa er 2.400.000 kr. og lagt er til að samþykktur verði viðauki sem tekið er af handbæru fé.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir