Endurnýjun á bílum

  • Fréttir
  • 28. janúar 2014

Grindavíkurbær hefur fest kaup á fjórum nýjum bifreiðum frá Heklu. Ein þeirra verður nýtt í nýja búsetuþjónustu í Miðgarði fyrir fullorðna. Markmiðið með búsetuþjónustunni er að gera fullorðnu fólki, sem þarfnast aðstoðar, kleift að búa áfram heima hjá sér. 

Þrír bílanna fara í Þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar og koma aðallega í stað eldri bíla sem eru komnir til ára sinna en þeir verða annað hvort seldir eða færðir í aðrar stofnanir.

Tveir bílarnir eru af gerðinni Volkswagen UP og hinir tveir af gerðinni Volkswagen Caddy.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar og slökkviliðsstjóri sem náðu í bílana fjóra. F.v. fulltrúi Heklu, Sigmar Árnason, Jón Björn Sigurgeirsson, Ásmundur Jónsson og Brynjar Þórarinsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!