Risagróđurhús hollenska fyrirtćkisins EsBro gćti tekiđ til starfa nćsta haust

  • Fréttir
  • 27. janúar 2014

Stefnt er að því að reisa tvö gróðurhús sem samanlagt yrðu um 150 þúsund fermetrar í Mölvík um tíu kílómetra fyrir utan Grindavík. Á milli húsanna er gert ráð fyrir tæplega þrjú þúsund fermetra tengi- og þjónus tubyggingu. Kristján Eysteinsson, starfsmaður EsBro og umsjóna rmaður verkefnisins, segir að í gróðurhúsunum eigi að rækta tómata og að öll framleiðslan muni verða flutt til Evrópu, að langmestu leyti á Bretlandsmarkað.

Bæjarstjóri Grindavíkur telur að heildartekjur bæjarins vegna uppbyggingarinnar gætu orðið á bilinu 50 til 70 milljónir króna á ári.

„Ég er bjartsýnn á að það takist að koma upp gróðurhúsi af þessari stærð hér," segir Kristján. Hann segir að heildarkostnaðurinn við verkefnið sé áætlaður um 35 til 40 milljón evrur eða 5,5 til 6,3 milljarðar króna. „Húsið kemur í rauninni hingað til lands í gámum, ósamansett eins og mekkanó, og framleiðandinn segir að það taki um sex mánuði að skrúfa svona hús saman," segir Kristján.

„Við höfum verið að reikna með sjö til átta mánuðum hér. Ef allt gengur að óskum væri hægt að hefja framleiðslu næsta haust en það er auðvitað háð því að við náum að ganga frá öllum samningum."

Sjá frétt Viðskiptablaðsins hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir