Horn á Höfđi - sýnt áfram í Tjarnarbíó

  • Fréttir
  • 23. janúar 2014

Barnasýningin Horn á Höfði verður sýnd áfram í vor. Til stóð að hætta sýningum um áramót vegna skorts á leikmyndageymsluplássi í Tjarnarbíó - en úr því hefur verið bætt og þessi sívinsæla barnasýning mun því halda áfram fram á vor. 

Búið er að sýna 60 sýningar allt í allt og á næstu sýningu, þann 26. janúar, verður 7000. gesturinn heiðraður og leystur út með gjöfum. Sýningin var upphaflega frumsýnd í Grindavík 2009 en hún var valin Barnasýning ársins 2010 á Grímunni og var svo sýnd í Borgarleikhúsinu sama haust. Sýningin hlaut einróma lof en Horn á höfði er fjörleg sýning sem höfðar til ungra sem aldinna. 

Björn vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann veit ekki af hverju, en veit að hann langar ekki til að líta út eins og geit. Því fær hann Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér við að rannsaka málið. Í leit sinni að sannleikanum upphefst atburðarás á mörkum ævintýris og veruleika. Á vegi þeirra verða kostulegir karakterar, Þórir haustmyrkur, klikkuðu kerlingarnar Þórkatla og Járngerður, og treggáfuðu bófarnir Már og Kári. 

Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins og einnig höfundur hennar ásamt Guðmundi Brynjólfssyni. Leikarar eru Víðir Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Eva Vala Guðjónsdóttir sér um leikmynd og búninga, Vilhelm Anton Jónsson semur tónlist og Magnús Arnar Sigurðarson hannar lýsingu. 

Dómar um sýninguna:
FIMM STJÖRNUR! 
"Það sem gerir sýninguna svo ljómandi góða er að listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum að vinna vel, íslenskan er í hávegum höfð, barnssálin og það sem í henni býr er hvergi ýkt upp í eitthvert barnatímarugl heldur unnið af mikilli virðingu fyrir börnum sem vitsmunaverum. Hér er greinilegt að listamennirnir gera sér grein fyrir víddum sem búa í góðum sögum og menningarheimi barna...Gaman!!!!"
EB, Fbl.
FIMM STJÖRNUR!
J.V.J. DV

"Ein besta barnasýning síðasta árs. Fornsögur blönduðust við nútímann og leikararnir litu á börnin sem jafningja. Skrækar raddir og kjánalegan ofleik var vart að finna í þessu verki, aðeins skemmtilega tónlist, fallegt mál, smekklega umgjörð og góðan leik." SG, Mbl.

Allar nánari upplýsingar veita:
Sólveig Guðmundsdóttir, GRAL, sgudmundsdottir@hotmail.com, s: 6611492 (www.gral.is)
og
Miðasala Tjarnarbíós, midasala@tjarnarbio.is, 527-2100.

Myndir af sýningunni má nálgast hér.

Stiklur og myndbönd eru hér.

60 sýningar að baki og 7000. gesturinn væntanlegur á sýningu þann 26. janúar
• Horn á höfði var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2010
• Verkið hefur verið sýnt í Grindavík, í Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og nú í Tjarnarbíó
• Alls hafa verið sýndar 60 sýningar
• Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson en hann skrifaði verkið ásamt Guðmundi Brynjólfssyni
• Tónlistina samdi Villi Naglbítur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir