Stefnir í skemmtilegt 40 ára afmćlisár

  • Fréttir
  • 21. janúar 2014

Íbúafundur um hátíðarhöld í tilefni 40 ára kaupstaðarfmælis Grindavíkurbæjar, menningarvikuna og Sjóarann síkáta ásamt kynningu á menningarstefnu bæjarins var haldinn í Hópsskóla í gær á vegum frístunda- og menningarsvdiðs. Fundurinn tókst ljómandi vel, mæting var góð og ýmsar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós sem unnið verður úr. Eftir framsögu og kynningu voru opnaðir hugmyndabankar.

40 ára kaupstaðarafmælisdagurinn er fimmtudaginn 10. apríl og verður hann haldinn hátíðlegur. Vonast er eftir þátttöku fyrirtækja, þjónustuaðila og stofnana þar sem Grindvíkingar verða allir í hátíðarskapi frá morgni til kvölds. Dagskrá verður fyrir alla aldurshópa þennan dag.

Afmælið verður svo haldið í tengslum við viðburði bæjarins allt árið.

Menningarvikan verður haldin 15.-22. mars og verður dagskráin öflug að vanda. Allar ábendingar og tilkynningar um atriði í menningarvikunni skal senda á netfangið thorsteinng@grindavik.is fyrir 1. mars nk.

Sjóarinn síkáti verður haldinn 30. maí-2. júní og verður hátíðin vegleg í tilefni afmælisins í ár.

Þá má geta þess að sundlaugin á 20 ára afmæli í ár og bókasafnið 110 ára afmæli. Það verður því nóg um að vera!

Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar á thorsteinng@grindavik.is 

Hluti af fundarmönnum að leggja inn í hugmyndabankann um Sjóarann síkáta.

Nýr bæklingur um Menningarstefnu bæjarins var kynntur á fundinum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir