Verndum ţau -Til allra ţeirra sem starfa međ börnum og unglingum í Grindavík

  • Fréttir
  • 19. janúar 2014

Til allra í Grindavík sem starfa með börnum og unglingum, hjá sveitarfélaginu, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa! 

Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir M.Sc. í sálfræði, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Næsta námskeið verður haldið 3. febrúar kl. 18.00 - 21.00 í Hópskóla, Grindavík.
Skráning og upplýsingar eru í síma 420 - 1122 eða hjá thorsteinng@grindavik.is

Skráningafrestur rennur út 2. febrúar kl. 16.00. Náist ekki 12 manna skráning fellur námskeiðið niður.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu er farið yfir:
• Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. Frætt er um hverja tegund ofbeldis fyrir sig, tíðni ofbeldis og hverjir séu líklegastir gerendur samkvæmt rannsóknum.
• Hver einkenni ofbeldis eru og hvernig og hvert skuli tilkynna grun um að barn búi við ofbeldi. Kynntar eru verklagsreglur og verkferlar.
• Hvernig skuli taka á móti ofbeldisfrásögn. Slíkt er jafn mikilvægt og að kunna fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum.
• Reglur í samskiptum við börnin. Ein mikilvægasta reglan er að forðast aðstæður þar sem starfsmaður er einn með barninu.
• Ýmis atriði sem vinnuveitendur þurfa að hafa í huga, eins og vandað ráðningarferli, að fá leyfi til að afla upplýsinga úr sakaskrá, og að kynna reglur og verkferla fyrir starfsfólki til þess að tryggja gæði starfsins.
• Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Bæklingur um námskeiðið

Auglýsing um námskeiðið

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!