Nćst mest landađ af botnfiski í Grindavík

  • Fréttir
  • 18. janúar 2014

Reykjavíkurhöfn er að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Á nýliðnu ári var 96.500 tonnum landað þar. Þetta er aukning frá árinu áður um rúm 6.500 tonn. Næstmesta löndunarhöfnin í botnfiski er Grindavík með 43.630 tonn. Það er einnig aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í samantekt Fiskistofu og kvotinn.is greinir frá.

Aukning er á lönduðu magni botnfisks á flestum höfnum Vestfjarða. Meðal annars jókst landaður afli á Þingeyri um 62% eða úr 2.692 tonn í 4.349 tonn og á Ísafirði um 55% úr 12.458 tonnum í 19.370 tonn. Hins vegar var verulegur samdráttur á tveimur höfnum í landshlutanum. Þar á meðal í Súðavík en þar var samdráttur um heil 78%.

Ef horft er til landsvæða þá var aukningin mest milli áranna 2012 og 2013 á Norðurlandi vestra um 38% eða úr tæpum 47 þúsund tonnum í rúm 57 þúsund tonn. Aukning var skiljanlega á öllum sex löndunarhöfnum svæðisins, mest var hún á Skagaströnd um 58% og á Hvammstanga um 48%. Norðurland eystra og Vestfirðir koma næst með 24% og 23% aukningu. Lítillegur samdráttur var aðeins á einu svæði á landinu eða Suðurnesjum þar sem landaður afli dróst saman um 0,4%. Mestur samdráttur á Suðurnesjum var í Sandgerði, eða um 19% sem nemur 2.827 tonnum.

Sú höfn sem rekur lestina í lönduðum afla á landsvísu er Haukabergsvaðall með 10 tonn. Þetta er þrátt fyrir lítinn afla talsverð breyting frá fyrri árum, en síðastliðin þrjú ár var samtals landað aðeins 8 tonnum þar. Næst koma Reykhólar með 15 tonn, en engum afla var landað þar árið 2012. Sú þriðja er Hauganes með 32 tonn, en þar er umtalsverður samdráttur eða um 57% frá fyrra ári.

Hlutur höfuðborgarsvæðisins hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2010 var 31,2% botnfiskaflans landað í höfnum höfuðborgarsvæðisins en hluturinn var kominn niður í 25,5% á síðasta ári. Hins vegar hefur hlutur Norðurlands eystra aukist á sama tímabili úr 11,3% í 15,4% og Vestfjarða úr 8,2% í 11,4%.

kvotinn.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir