Mannamót 2014

  • Fréttir
  • 10. janúar 2014

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót 2014 í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín þann 23. janúar kl. 12 - 16 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustuaðila í hinum dreifðu byggðum landsins og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík.

Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl frá höfuðborginni fyrir á landsbyggðina. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

Kostnaður þátttakenda er kr. 10.000 á hvert fyrirtæki. 
Endilega kynnið ykkur þetta frekar á www.markadsstofareykjaness.is eða á heimasíðu Mannamótsins www.naturaliceland.is. Nú þegar hafa um 50 fyrirtæki víðs vegar af landinu skráð þátttöku. Athugið að til að geta tekið þátt í Mannamótinu þarf viðkomandi fyrirtæki að vera þátttakandi í Markaðsstofu Reykjaness eða einhverri af markaðsstofum landshlutanna.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!