Sex útköll á einum sólarhring

  • Fréttir
  • 30. desember 2013

Það hefur verið nóg um að vera hjá björgunarsveitinni Þorbirni undanfarna daga. Eftir nokkur útköll um jólin var komið að því að opna flugeldasöluna og hafa menn verið í óða önn að raða í hillur og gera allt klárt. Í gær var ekkert sérstakt veður og frekar leiðinleg færð og var björgunarsveitin Þorbjörn kölluð fjórum sinnum út til þess að aðstoða fólk í vandræðum.  

Eftir að hafa farið og aðstoðað bíl á Grindavíkurvegi snemma í gærmorgun var farið og aðstoðað aðra ferðalanga á Suðurstrandarvegi. Þegar heim var komið kom annað kall um að fara austur að Krísuvíkurbjargi til að aðstoða fólk sem var þar í vandræðum. Í öllum tilfellum gengu aðgerðir mjög vel.

Í gær voru einnig meðlimir sveitarinnar á ferð í kringum Gullfoss og Geysi með níu björgunarsveitarmenn frá Þýskalandi og Bretlandi sem eru hér í heimsókn um áramótin að kynna sér starfsemi sveitarinnar og flugeldasöluna eins og hún hefur þróast í gegnum tíðina. Um klukkan 13 kallaði 112 í talstöð björgunarsveitarbílsins og óskaði eftir aðstoð sveitarinnar við Geysi en bíllinn var þá í um 10 mínútna fjarlægð. Kona á fimmtugsaldri hafði runnið til á klaka við Strokk og lærbeinsbrotnað en á svæðinu var gríðarlega kalt og mikill vindur þannig að konunni hrakaði hratt. Eftir að hafa komið henni á börur var hún flutt í björgunarsveitarbílnum niður að þjónustumiðstöðinni þar sem beðið var eftir sjúkrabíl.

Í nótt var björgunarsveitin kölluð út til þess að aðstoða fólk sem var í vandræðum við Seltún í Krísuvík og svo aftur um hádegisbil í dag var sveitin kölluð út til þess að aðstoða erlenda ferðamenn á bílaleigubíl við afleggjarann af Suðurstrandavegi og inn á Krísuvíkurbjarg.

Við hvetjum fólk til þess að standa við bakið á okkur og kíkja í flugeldasöluna okkar að Seljabót 10 í Grindavík og minnum á facebook síðuna okkar en þar er skemmtilegur leikur í gangi: facebook.com/bjorgunarsveitinthorbjorn

Flugeldasalan er opin eins og hér segir:

30. desember frá klukkan 14 til 22
31. desember frá klukkan 10 til 16


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!