Piparkökubakstur međ eldri borgurum

  • Fréttir
  • 23. desember 2013

Börnin í Stjörnuhóp á heilsuleikskólanum Króki hitta eldri borgara í Miðgarði reglulega yfir skólaárið. Í desember buðu börnin vinum sínum í Miðgarði til sín í leikskólann í piparkökubakstur. Hópurinn hnoðaði og skar út piparkökur og hjálpuðust allir að.

Þegar kökurnar komu úr ofninum voru þær borðaðar með heitu súkkulaði og rjóma. Hér skapaðist nokkurs konar kaffihúsastemning þar sem mikið var spjallað og hlegið. Það er gaman að sjá hvað börnin og eldri borgarar njóta þessara samvista eins og myndirnar sýna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir