Grindavík á toppinn

  • Fréttir
  • 17. janúar 2008

Í gćrkvöldi komust Grindvíkingar á topp Iceland Express deildar kvenna eftir góđan 76-68 sigur á Val í Röstinni í Grindavík. Tiffany Robertson var enn eina ferđina stigahćst í liđi Grindavíkur og nú međ 23 stig og 11 fráköst. Hjá Val var Molly Peterman međ 27 stig og 5 fráköst. Eftir sigurinn í gćr hafa Grindvíkingar 24 stig á toppi deildarinnar en Keflavík hefur 22 stig í 2. sćti.
 
Grindavík hóf leikinn af krafti og leiddi međ 13 stiga mun, 23-10 ađ loknum fyrsta leikhluta. Valskonur náđu ađ svara fyrir sig í öđrum leikhluta sem ţćr unnu 16-20 og ţví gengu liđin til leikhlés í stöđunni 39-30 Grindavík í vil.
 
Heimakonur voru mun sterkari ađilinn í ţriđja leikhluta og lögđu í honum grunn sinn ađ sigri í leiknum. Grindavík vann leikhlutann 22-12 en gular gáfu eftir í fjórđa leikhluta sem Valur vann 26-15 og lokatölur ţví 76-68 eins og fyrr greinir.
 
Ţetta var níundi deildarsigur Grindavíkur í röđ og ljóst ađ Grindavík ćtlar sér mikla hluti á ţessari leiktíđ.
 
Ásamt Robertson í Grindavíkurliđinu voru ţćr Joanna Skiba og Petrúnella Skúladóttir ađ leika vel. Skiba gerđi 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stođsendingar en Petrúnella var međ 12 stig, 9 fráköst og 4 stođsendingar.
 
Tinna B. Sigmundsdóttir lék vel fyrir Val í gćr ásamt Molly Peterman en Tinna setti niđur 16 stig og tók 4 fráköst.
 
Tölfrćđi leiksins
 
VF-Myndir/ Ţorsteinn G. Kristjánsson - Petrúnella Skúladóttir leikmađur Grindavíkur sćkir ađ Lovísu Guđmundsdóttur leikmanni Vals og fyrrum leikmanni Njarđvíkurkvenna.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir