Friđur ríkir, fellur jólasnjór?

  • Fréttir
  • 11. desember 2013

Friður ríkir fellur jólasnjór, kemur upp í hugann á degi þessum þegar leik- og grunnskólabörn ásamt starfsfólki og bæjarbúum sameinast í friðargöngu sem endar á Landsbankatúninu.  

Þetta mun vera í fjórða skiptið sem friðargangan er farin og vonandi mun þessi stund lifa í minningu allra þátttakenda.  Það er okkar von að við höfum náð að sá fræjum kærleika og friðar bænum okkar góða til heilla. Eldri nemendur leiða yngstu börnin, söngur ómar og séra Elínborg Gísladóttir ávarpar mannfjöldann.  Margir eru með ljós og sumir eru svo skemmtilega jólalegir  að skreyta sig með seríu og jólahúfum.  Sum grunnskólabörn fóru að hugmyndum Stuðboltanna og bjuggu til spjöld sem að á stóð friður, virkilega skemmtileg nýbreytni.    Að þessu sinni fengu allir nemendur í skólunum heitt kakó og pínu sætabrauð er heim í bæ var komið.  Aðventustund þessi er án efa komin til að vera og halda áfram að þróast og eflast.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál