Niđurstöđur viđhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 11. desember 2013

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 eru ákvæði um mat og eftirlit sveitarfélaga með skólastarfi. Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er samkvæmt 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 að: 

1. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda, 

2. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla, 

3. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum, 

4. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Grindavíkurbær er aðili að Skólavoginni, sbr. http://skolavogin.is/um/ en Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við valin sveitarfélög árið 2007. Skólavogin skilar samanburði á viðhorfi nemenda, foreldra og starfsfólks í grunnskólum, árangri nemenda á samræmdum prófum og ýmsum rekstrarupplýsingum. Skólavogin er tæki sem nýtist sveitarfélögum við að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum ásamt því að veita gagnlegar upplýsingar vegna úthlutunar fjármagns til skóla.

Skólapúlsinn, sbr. http://skolapulsinn.is/um/ er vefkerfi sem heldur utan um viðhorfskannanir nemenda, foreldra og starfsfólks skólans. Niðurstöður viðhorfskannana eru aðgengilegar í Skólavoginni og er unnt að bera saman niðurstöður skólans á milli ára sem og við aðra skóla.

Viðhorfskannanir nemenda eru lagðar fyrir í fimm lotum yfir skólaárið og ná til allra nemenda í 6. til og með 10. bekk. Hver fyrirlögn nær til slembiúrtaks 20% nemenda í þessum árgöngum og við síðustu fyrirlögn hafa allir nemendur átt þess kost að taka þátt í könnuninni. Viðhorfskönnun foreldra er lögð fyrir í febrúar ár hvert. Slembiúrtak foreldra 120 nemenda í öllum árgöngum skólans eiga þess kost að taka þátt í könnuninni. Viðhorfskönnun starfsfólks fer fram í mars ár hvert. Allir starfsmenn eiga þess kost að taka þátt í könnuninni.

Rík áhersla er lögð á að sem flestir taki þátt í könnunum enda fást ekki niðurstöður ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 80%.

 Niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks Grunnskóla Grindavíkur
sem lagðar voru fyrir á skólaárinu 2012 - 2013


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!