Reiđhjólaferđ um Orkustíg fćr styrk úr Vaxtarsamningi

  • Fréttir
  • 10. desember 2013

Tlkynnt hefur verið um úthlutun styrkja Vaxtarsamnings Suðurnesja samkvæmt fyrirliggjandi samningi milli ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Nokkur verkefni sem tengjast Grindavík fengu styrki að þesu sinni. Að þessu sinni sóttu alls þrjátíu verkefni um styrk. Styrkbeiðnir hljóðuðu upp á tæpar 90 milljónir og var það niðurstaða stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja að úthlutað skyldi 25 milljónum til 15 verkefna. 

Á þeim fjórum árum sem samningurinn hefur verið í gildi, hafa 60 verkefni fengið styrk sem valin voru úr 136 umsóknum. Heildarupphæð styrkja á tímabilinu nema tæpum 98 milljónum.

Verkefni sem fengið hafa styrk undir 1,5 milljón króna eru 30 talsins. Verkefni sem fengið hafa styrk að fjárhæð 1,5 milljón króna allt að 3 milljónum króna eru 20 talsins. Verkefni sem hafa fengið styrk yfir 3 milljónum króna eru 10 talsins.

Verkefni sem konur eru í forsvari fyrir eru 13 sem fengið hafa styrk á tímabilinu en 47 verkefni þar sem karlar eru í forsvari fyrir.

Úthlutunarlistann má í heild sinni sjá hér.

Eftirfarandi verkefni tengjast Grindavík:

Nr. 6. Reiðhjólaferð um orkustíg (Bláa Lónið-Grindavík) - Jakob Sigurðsson, verkefnastjóri
Verkefninu er ætlað að auka afþreyingu fyrir ferðamenn og lengja viðveru þeirra á Suðurnesjum. Reiðhjólaferðir frá Bláa Lóninu og um Reykjanesið er nýjung og í þróun. Farnar voru nokkrar ferðir sl. sumar með erlenda ferðamenn. Stefnt er að enn frekari markaðssetningu á þessari vöru.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 m.

Nr. 13. Reykjanes Geopark Project - Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri
Jarðvangur er gæðastimpill á svæði sem inniheldur merkilegar eða einstakar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Lögð er áhersla á að koma sérstöðunni á framfæri með það að markmiði að upplýsa gesti um jarðfræðiarfleiðina ásamt sögu og menningu svæðisins. Um leið er reynt að vekja samfélagið til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í nærumhverfinu til að styrkja stoðir fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, s.s. ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fleira. Verkefnið hlýtur framhaldsstyrk til enn frekari þróunar verkefnisins.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 m.

Nr. 3. Menntatengd ferðamennska á Suðurnesjum - Arnbjörn Ólafsson verkefnastjóri
Verkefnið miðar að því nýta einstaka náttúru á Reykjanesinu og nágrenni til að byggja upp og efla menntatengda ferðamennsku Í Íslandi með áherslu á erlenda námsmannahópa. Mikill vöxtur er í menntatengdri ferðaþjónustu og súna rannsóknir að þessir ferðamenn eyði meira en hefðbundir ferðamenn og eru líklegir til að koma aftur síðar, þá oft með fjölskyldum sínum. Þetta er hópur sem ekki hefur verið sinnt að neinu ráði utan háskólastigsins á Íslandi.
Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þ.

Mynd: Fulltrúar þeirra verkefna sem fengu úthlutað í ár.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun